Íslensk múslímatrú vekur andstyggð

Útflutningur á íslenskri múslímatrú er misheppnaður. Útflutningurinn vekur andstyggð á öllu íslensku enda er um að ræða menningarlega, trúarlega og sögulega fölsun með stimpli stjórarráðsins.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ber ábyrgð á þessari hörmung. Hann ætti að biðja Ítali, Feneyinga sérstaklega, afsökunar á dómgreindarleysi.

Gagnvart Íslendingum ætti Illugi að hugsa sín mál vel og vendilega. Starfsorka hans nýtist líklega betur hjá Orku Energy en á vettvangi stjórnmála.


mbl.is Moskunni í Feneyjum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki er við Illuga að sakast í þetta sinn. KÍM (Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar) er sjálfseignarstofnun og ekki undir boðvald ráðherra sett. Þess vegna þarf að skýra betur hverjir hafi rétt til að koma fram erlendis fyrir hönd Íslands og íslenzku þjóðarinnar. Þessi uppákoma og fleiri eru greinilega ekki til þess fallnar að auka hróður Íslands. Annað dæmi úr dægurpólitíkinni er Eurovision. Þar er því líka ranglega haldið fram að Ísland taki þátt. Hið rétta er náttúrulega að RÚV er hinn opinberi þáttakandi og öll framkvæmd á þess vegum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.5.2015 kl. 16:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í fréttinni segir

Það verður nú verk­efni Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar að vinna úr þeirri stöðu sem upp er kom­in, og síðan gefa mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti, sem fól Kynn­ing­armiðstöðinni að ann­ast þátt­töku Íslands í Fen­eyjat­víær­ingn­um, skýrslu um málið.

Ráðherra fól sem sagt KÍM verkefnið og ber því ábyrgð.

Páll Vilhjálmsson, 22.5.2015 kl. 17:20

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Samkvæmt stofnskrá KÍM (http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/skipulagsskrar11982005) kemur fram ;"Stofnunin ein ber ábyrgð á skuldbindingum sínum. Stofnunin er ekki háð neinum lögaðilum og mun ekki hafa með höndum atvinnurekstur í skilningi laga nr. 33/1999"   Einnig kemur fram í 2.gr að KÍM eigi að hafa frumkvæði og vera til ráðgjafar fyrir Utanríkisráðuneytið.

Þótt blaðamaður dragi ranga ályktun er óþarfi fyrir þig að gera slíkt hið sama.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.5.2015 kl. 18:40

4 Smámynd: Rúnar Valsson

Þar satt að mikil er skömm Íslendinga að standa aðþessu trúboði islams

Rúnar Valsson, 22.5.2015 kl. 18:55

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Stofnskrá KÍM fjármagnar ekki mosku-fíaskóið heldur menntamálaráðuneytið. Sá á hund sem elur.

Páll Vilhjálmsson, 22.5.2015 kl. 19:14

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hanna Birna hélt að hún gæti handstýrt öllu sem undir hana heyrði en komst að raun um annað.  Vonandi reynir Illugi ekki sömu tilburði. Þótt ég svari þér svona Páll máttu ekki skilja það sem stuðning við fíflaganginn í Feneyjum.  Hins vegar megum við ekki falla í þá gryfju að eftirláta fasískum pólitíkusum alræðisvald þegar okkur hentar. Því næst þegar þeir beita því gæti verið gegn okkur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.5.2015 kl. 19:48

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýnir okkur að við sem köllum okkur kristin samfélög og hrósum okkur af umburðalyndi getum ekki sætt okkur við að önnur trúfélög en þau sem byggja á Biblíunni fái sýnilega fótfestu hjá okkur! Hvort sem við erum að tala um Feneyjar eða Reykjavík. Njótum þess að halda fólki með önnur trúarbrögð í felum. Eins var með samkynhneigða, geðveika og þroskahamlaða og er jafnvel enn.

Minni alla þá góðhjörtuðu kristnu menn sem hér skrifa að á Íslandi búa nokkur hundruð börn sem eru múslimar. Menn ættu ksnnski að velta fyrir sér hvernig þau upplifa þessa orðræðu! Og hvort að menn séu ekki að byggja upp hjá þeim hræðslu, tilfinningu að vera útskúfuð og þá um leið að einhverjir þeirra þrói með sér hatur á ríkjandi fyrirkomulagi þar sem þau mega varla hittast opinberlega í sínu húsum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.5.2015 kl. 21:05

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Var ekki Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þá þessi fjárveiting var veitt ?  Var þetta kvaðalaus fjárveiting ?  Vanda málið er að það hefur ekki heyrst mump í karlinum síðan þessi uppá koma, þessi niðurlæging fyrir okkur heiðvirða Íslendinga  varð ljós. 

Er ekki rétt að auglýsa eftir ráðherra menntamála, ef það er tilfellið að hann sé tíndur?    Þetta er ágætis karl og öllum geta orðið á mistök og svo eru reglur og sjálfvirkni og ráðuneytisstjórar sem hafa áhrif.  Það vantar bara svör, en ráðherrann er tíndur og það virðist sem öllum sé sama. . 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2015 kl. 21:33

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vælutónn í þér Maggi minn.Vonandi hvorki lesa blessuð íslensku börnin, hverrar trúar sem þau eru,eða er tjáð það ljótasta sem sést á bloggsíðum.Við erum kristin þjóð og ég get vel hrósað okkur fyrir þá kurteysi að vaða ekki oní merkis byggingar annara þjóða,hvað  þá ef gilda reglur um hvað þar má fara fram. Þú krítar liðugt um útskúfun og hatur,gæti verið að mín barnabörn lesi það og þrói með sér viðurstyggð á lýginni,sem þið berið upp á okkur.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2015 kl. 22:12

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Hrólfur! Ég sá færslu þína um leið og ég skaut minni hér.Það eitt heyrði ég um Illuga að hann var kynntur sem viðmælandi á UTV.SÖGU,síðdegis í dag,ég hafði ekki tök á að hlusta en heyri það  endurtekið kvöld.Það er líka á vef þeirra. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2015 kl. 22:18

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Magnús Helgi þetta umburðarlyndar kjaftæði sem þú ert að tala um er orðið svolítið þreytt í umræðu um aðgerðir sem snúast að íslam, þegar þú ert kominn í málefnalegt þrot þá er umburðarlynd sem þú notar eins og pilsfald til að fela þig í.

Það furðuleg umburðarlyndi múslima og þín umburðarlynd þegar kemur að niðsverkum ISIS, sem setja ungar stúlkur i kynferðislega þrælkun og ef þær vilja ekki gera það sem kaupendur vilja, þá eru þær brenndar lifandi. Heyrist hvorki hósti né stuna.

Ekki veit ég hvort þú ert svo heppinn að þú hafir dætur til að ala Up, ef svo er hvernig fyndist þér ef dætur þínar fengju svona meðferð?

Það er alveg áreiðanlegt ef þetta væru Kristnir sem hegðuðu sér svona þá væri Ögmundur búinn að kalla saman mótmæla her VG og standa að mótmælaaðgerðum. Það er alveg áreiðanlegt að ef þessir ISIS ómenni væru Kanar þá væri Ögmundur kominn af stað með mótmælaherinn sinn.

Halda menn og ættla þeir að reyna að þeigja þetta vandamál í burtu, þvílík umburðarlynd.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.5.2015 kl. 22:24

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála Magnúsi.  Og hann á heiður skilið fyrir að benda fólki hér á staðreyndir.  Tal manna hér er sjokkerandi.   Vaða uppi þvílíku fordómarnir og ofstækið.  

Því miður er það þannig, virðist vera, að á Íslandi eru gríðarlegir undirliggjandi fordómar gagnvart minnihlutahópum.  Þó fordómar gegn muslimum hafi verið mest áberandi undanfarin ár, - þá eru ndirliggjandi fordómar gagnvart öðrum minnihlutahópum og annað slagið blossa þeir upp.

En með tvíæringinn, að þá tókst listaverkagjörningur seyðfirðingsins Buchels frábærlega.  Fullkomin snilld.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2015 kl. 00:56

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar

Það var ekki von á 0ðru en rakalausu bulli sem fyrr frá þér !

Svo er nú dr. Vilhjálmur Örn búinn að sýna fram á bæði úr ítölskum fjölmiðlum sem og gögnum sem þetta s´jálfhverfa sýningarlið fékk áður en það byrjaði að setja upp sýninguna að þetta mætti ekki.

Þetta hrokafulla lið annað hvort las ekki reglurnar eða ákvað að hunsa þær ð enda virðist það telja sig vita best.

.

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1752932/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.5.2015 kl. 02:52

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki hlutverk Menntamálaráðuneytisins að stunda trúboð fyrir múslima. Hvorki hér í útlöndum.

Ragnhildur Kolka, 23.5.2015 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband