Dauðvona fyrirtæki úr landi er gott mál

CCP er tískufyrirtæki í viðurkenndum bóluiðnaði leikjaframleiðenda. Fyrirtækið er dottið úr tísku og dauðvona eftir því.

Forstjóri fyrirtækisins hótar að flytja úr landi, eins og ekki hafi farið fé betra.

Það er landhreinsun þegar úrelt fyrirtæki fara af landi brott. Starfsmennirnir fara í nýtileg störf í stað þess að framleiða tap.


mbl.is CCP tapaði níu milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deyjandi fyrirtæki?

Þeir eru með að lágmarki 43.000 áskrifendur og hafa haft undanfarin 10 ári. Hver þessara áskrifanda er að borga að lágmarki 1643 krónur á mánuði sem gerir rétt svo 845 miljónir í veltu á ári. Líklegast hræðilegt að vera með þannig deyjandi fyrirtæki.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 12:20

2 Smámynd: Jón Gunnarson

Þetta er ekki rétt, þeir eru ennþá að velta marga milljarða á ári í tekjur með yfir hundrað starfsmenn. Og allt þetta án þess að selja náttúruauðlyndir okkar.

Það ætti miklu frekar að gera eitthvað í þessum álverum sem fá nánast gefins orku frá ríkinu til þess að taka auðlyndir okkar og selja úr landi. Er það skárra apparat?? Hvernig væri að fjárfesta aðeins meira í tækninni eins og tölvum og internetinu, heldur en að selja orku og álið okkar, sem við eigum ekki óendanlega mikið af, á slikkprís.

Þegar Oz féll á sínum tíma urðu til mörg fyrirtæki úr því, eins og t.d. ccp, sem hafa velt milljarða yfir árin og skapað hundruði starfa. Tölvufyrirtæki koma og fara, en þau skilja eftir sig hámenntað fólk og frumkvöðla sem halda áfram að búa til auð fyrir þjóðina. Sem er það sem gerðist þegar Oz féll á sínum tíma, ccp varð til úr því eins og mörg önnur tölvufyrirtæki sem hafa skapað tugi milljarða yfir árin.

Jón Gunnarson, 22.5.2015 kl. 12:46

3 Smámynd: Mofi

CCP er tölvufyrirtæki á heimsmælikvarða og mikill fengur fyrir Ísland að hafa það. Þarna hefur fólk með hugsjón og mikilli vinnu búið til gífurleg auðævi og svo koma einhverjar vitleysingjar og gera lítið úr því. Svona hegðun veldur mér hreinlega ógleði.

Mofi, 22.5.2015 kl. 12:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Björgólfur Thor á. Það er nóg vitneskja fyrir mig. Svo eru ævintýramenn að líkja þessu við OZ. Það var fólk með annan kaliber en Björgólfur sem áttu stærstu hlutina í OZ. Upplýsingafulltrúinn vinnur betur fyrir Palestínu en CCP.

b002

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.5.2015 kl. 14:10

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eldar notar tækifærið til að kenna Mark Zuckerberg um vanda CCP. Hverju mátti annars búast við í slíkum pilti? Ísrael er örugglega á bak við þetta líka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.5.2015 kl. 14:23

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fórstu öfugu megin framúr Palli prump?

Það væri meiri landhreinsun ef úreltur bloggari myndi nú reyna að vera pínu uppbyggilegur, en ekki svona andskoti leiðinlegur og neikvæður eins og þú getur verið Páll Vilhjálmsson.

En ég ætla ekki óska þess að þú flytjir úr landi, ég er ekki jafn leiðinlegur og þú.

Skeggi Skaftason, 22.5.2015 kl. 15:37

7 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Elfar, fínir punktar. Reyndar yfir 300.000 áskrifendur. Jeminn, ertu í alvörunni kennari Páll? Vona að þú kennir ekki ungu fólki að hatast út í hluti sem það veit ekki rassgat um.

Guðmundur Kristjánsson, 22.5.2015 kl. 16:32

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vinir og aðdáendur mínir skauta framhjá þeirri staðreynd að forstjóri fyrirtækisins CCP hótaði að flytja úr landi.

Ég átta mig á minni ábyrgð og reyni að haga mér til samræmis.

En ég flyt ekki fyrirtæki úr landi - get aðeins óskað velfarnaðar í nýjum heimkynnum.

Gleymdi ég því nokkuð?

Páll Vilhjálmsson, 22.5.2015 kl. 16:32

9 Smámynd: Roggsamur

Sýnist á myndinni þessi nafngreindi upplýsingafulltrúi vera illur. En hvar eru heimildir fyrir því hann sé að kenna Mark Zueckerberg um vandann?

Af hverju segið þið að Ísrael sé á bakvið þetta, er nú ekki of langt gengið að kenna Ísrael um allt.


Roggsamur, 22.5.2015 kl. 17:21

10 Smámynd: Jón Gunnarson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hvað ertu að bulla, Bjorgolfur Thor er fjárfestir í fyrirtækinu hann stýrir því ekki. CCP er tölvuleikjafyrirtæki síðast þegar ég athugaði, ekki pólitískt fyrirbæri. Það eru áreiðinlega fullt af hægri og vinstri og ópólitísku fólki sem vinnur þar eins og annarstaðar í stórum fyrirtækjum. Það að þú sért að grafa upp persónulega fortíð einhverra starfsmanna í þessum þráði sýnir bara hve veruleikafirrtur þú ert. Svo veistu greinilega voðalega lítið um þetta mál ef þú veist ekki um tenginguna við OZ, það var frétt um það í fyrra á mbl.is.

Jón Gunnarson, 23.5.2015 kl. 08:14

11 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Eins og kemur fram í fréttinni er búið að vera að þróa nýjan leik sem kemur brátt á markað og mun skapa miklar tekjur ef vel gengur.

Hvert heldur þú að tapið hafi farið?

Tapið fór aðallega í að greiða fólki góð laun fyrir góða vinnu og skilaði þannig hag til þeirra þjóðfélaga. (Aðallega USA og Kína að ég held)

Því miður fer þróun á þessum nýja leik að mestu fram í USA og Kína en ekki á Íslandi. 

Heldur þú að það hefði ekki verið gott fyrir Ísland ef tapið hefði myndast á Íslandi, þ.e.a.s í laun og fleira? 

Hver tapaði?

Kannski enginn ef tekst að koma nýja leiknum almennilega á flug, annars eru það nýjir hluthafar sem tapa og CCP tapar orðspori sem það þarf að vinna til baka.

Þegar ráðist er í svona verkefni þá er hlutafé aukið og nýtt fé kemur inn í til að standa straum af kostnaði. Meðan vara er í framleiðslu þá er alltaf tap.

Að halda því fram að þetta sé bara eitthvað bóluhagkerfi er bara della í þér. Það eru raunverulegar vörur þarna og það eru raunverulegir viðskiptavinir sem greiða fyrir þjónustuna.

Við ættum að einbeita okkar að því að búa til umhverfi sem hvetur fyrirtæki eins og CCP til að auka við starfsemi sína á Íslandi.

Svo væri gaman að vita hvað séu nýtileg störf í þínum huga?

Snorri Arnar Þórisson, 23.5.2015 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband