Píratar og eins atkvæðis formennska Árna Páls

Samhengið á milli þess að Píratar eru stærsti flokkur landsins og að  Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingar út á eitt atkvæði er að stjórnmálin eru í kreppu.

Efnahagskerfið er löngu búið að jafna sig á hruninu en stjórnmálakerfið er enn í lægð. Meginástæðin er að tiltrú fólks á stjórnmálum beið hnekki og hefur ekki verið bætt. Lítil tiltrú almennings skapar pólitískum lukkuriddurum svigrúm til að selja okkur snákaolíu sem mun redda lýðræðinu.

Lýðræði er 3000 ára fyrirkomulag, ættað frá Aþenu. Engin þjóð og ekkert samfélag, sem reynt hefur lýðræði, hefur fundið þá útgáfu sem hentar öllum öðrum.

Eftir höggið sem íslenska stjórnmálakerfið varð fyrir með hruninu er við því að búast að það taki nokkur kjörtímabil að jafna sig. Við erum á öðru kjörtímabili eftir hrun.

 


mbl.is 38% ungs fólks myndi kjósa Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband