Árni bæjó: einkaframtakið á spena bæjarsjóðs

Reykjanesbær er dæmi um ruglrekstur þar sem vinasósíalismi var í öndvegi og skóp örfáum mönnum auð á kostnað almennings. Árni Sigfússon bæjarstjóri er höfuðpaurinn í gjaldþrotaferli bæjarfélagsins.

Árni lýsir ábyrgð sinni með þessum orðum:

Ég held að ég beri ábyrgð á því að við erum búin að byggja gott og öfl­ugt sam­fé­lag,“ seg­ir Árni aðspurður hvort hann beri ekki nokkra ábyrgð á stöðunni, sem fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri. „Við erum búin að vera að byggja hér at­vinnu­lífið, við erum búin að vera að standa okk­ur vel í mennt­un og ég skal bera ábyrgð á því. Jafn­framt hef­ur ekki gengið að ná upp ýms­um verk­efn­um, sér­stak­lega í at­vinnu­mál­um. Það er mik­ill kostnaður og það er það sem við erum að glíma við. Svo ég skal al­veg bera ábyrgð á þessu öllu.

Hvergi vottar fyrir hjá Árna viðurkenning á því að hann og félagar hans stefndu fjárhagslegri afkomu bæjarfélags í voða með skeytingarlausum ákvörðunum í þágu hinna fáu á kostnað fjöldans.

Árni á að heita flokksmaður í stjórnmálaflokki sem treystir á ábyrgð einstaklingsins. En hann var sem bæjarstjóri - ekki einstaklingur - að ,,byggja hér atvinnulífið." Og notaði til þess fjármuni bæjarfélagsins sem núna er gjaldþrota.

Svei þér, Árni Sigfússon.


mbl.is „Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband