Juncker vill Evrópuher

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, Jean-Claude Junceker, segir nauðsyn á Evrópuher. ,,Slíkur her," er haft eftir Juncker í Welt, ,,myndi sýna að okkur sé alvara að verja þau gildi sem Evrópusambandið stendur fyrir."

Framkvæmastjórinn segir öryggis- og varnarhagsmuni Evrópusambandsins í húfi. Evrópher myndi sýna umheiminum að ESB tæki ábyrgð sína alvarlega.

Evrópusambandið stendur fyrir deilum við Rússland um áhrifasvæði í Austur-Evrópu. Blóðugir bardagar standa yfir í Úkraínu milli stjórnarhersins, sem ESB styður, og uppreisnarmanna sem Rússar styðja.

Orð framkvæmdastjóra ESB um nauðsyn á hervæðingu sambandsins sýnir svo ekki verður um villst að eina leið ESB til að þrífast er að verða Stór-Evrópuríki með sameiginlega mynt, sameiginlegt ríkisvald og sameiginlegan her.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara verið að uppfylla draum Hitlers um "þúsund ára ríkið".........

Jóhann Elíasson, 8.3.2015 kl. 11:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Væri þá ekki betra að ríki ESB hefðu yfir einhverjum alvöru vopnum að ráða. Eins og staðan er í dag geta fæst lönd ESB varið sjálf sig. Kústsköft Þjóðverja duga skammt í stríði og lítið gagn af flugvélum sem ekki geta flogið!

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2015 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband