Brauðmolahagfræði ESB

Brauðmolahagfræði er að vonast eftir því að molar af borðum þeirra ríku hrjóti niður til þeirra fátæku - þegar þeir ríku eru orðnir saddir. Til skamms tíma var hagkerfi Bandaríkjanna eitt um þessa hagfræði sem birtist hvað skýrast með peningaprentun. Núna apar ESB eftir.

Peningaprentun er annað nafn á magnbundinni íhlutun í á peningamarkað. Hún gengur út á að bjóða ókeypis peninga, þ.e. lána peninga á lágum eða engum vöxtum, í þeirri von að atvinnulíf í kreppu taki við sér.

Það sem við peningaprentun er að þeir ríku nota peningana til að auðgast á hlutabréfamarkaði. Neðar í fæðukeðjunni verða ef til vill til einhver störf og þannig birtast brauðmolarnir þeim efnaminni - með minnkandi atvinnuleysi.

Evrópusambandið þóttist yfir Bandaríkin hafin í hagspeki og ekki nota aðferðir sem breikkuðu bilið milli ríkra og fátækra. Með því að ræsa prentvélarnar er ESB komið á kaf í brauðmolahagfræðina.


mbl.is Prentvélar ræstar við fögnuð fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband