Veðurpólitík og veðursaga Íslands

Gríðarlegir hagsmunir, bæði mældir í peningum og orðspori vísindamanna, eru í húfi í umræðunni um loftslagsbreytingar - og hvort þær séu af völdum manna.

Loftslagsbreytingar eru verulegar löngu áður en maðurinn bjó yfir tækni til að breyta nokkru um veðurfar. Úr íslenskri sögu er til hugtakið ,,litla ísöld" sem nær yfir veðurbreytingar frá um 1100 og fram undir 19.öld. Trausti Jónsson veðurfræðingur tekur saman rannsóknir á þessum tímabili og segir

Aðalatriðin eru þó hin sömu, hlýtt er fram yfir aldamótin 1100, síðan tekur heldur kaldari tími við fram um 1450, en kuldakastið um 1350 er veigaminna hjá Moberg. Þar koma köldustu kaflarnir á 16. öld en 17. öldin er líka mjög köld. Nítjánda öldin virðist svipuð eða ívið hlýrri en sú 18. og báðar síðasttöldu aldirnar virðast greinilega hlýrri en hin 17.

Litla ísöldin skilur á milli gullaldar Íslandssögunnar og endurreisnarinnar sem hófst á 19.öld; litla ísöld var tími eymdar á Íslandi.

 


mbl.is Snjóbolti útilokar hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru bólusetningar óþarfar eða jafnvel til skaða?

Það er dáldið merkilegt að það virðist fylgjast að furðu ,,skoðanir" varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, bólusetningar og það að hata ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2015 kl. 11:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er dálítið merkilegt að það virðast fylgjast að furðu "skoðanir" varðandi það að hlýnun sé af mannavöldum, vilja til að sprauta hverju sem er gagnrýnislaust í æðar barna, og lögnun til ófrelsis undir erlendu valdi.

Hefurðu látið rannsaka meinið?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2015 kl. 11:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Munurinn er að annað er raunsæi en hitt er bull.

Og hvað?  Jörðin flöt??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2015 kl. 11:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem vekur helst furðu hér: hverjir eru það sem "hata ESB"? Er ekki svolítið undarlegt að hata dauðan hlut? Ég þekki í það minnsta engan sem byggir afstöðu sína til ESB á hatri. Hinsvegar hefur orðið vart við þá tilhneigingu meðal aðildarsinna, að saka aðra um slík viðhorf.

Þeir sem stunda það háttalag að bera á aðra tilhæfulausar ásakanir um öfga og hatur, eru í flestum tilvikum sjálfur hatursfullir öfgamenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2015 kl. 12:13

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur þannig út hjá ykkur.  Hatursáróður.

Siðan er framflutt alskyns bull og vitleysa sem sannleikur, jafnvel þó mönnum sé ítrekað bent á staðreyndir.  

Síðan snúa menn sér við, - og þá er hlýnun jarðar af mannavöldum alþjóðlegt samsæri.

Það nýjasta hjá ykkur er, að nú eiga allir að hætta að láta bólusetja börn.

Allt eftir þessu.

Í minni sveit var svona málflutningur kallaður bullmálflutningur og þeir sem stóðu fyrir slíku kallaðir vitleysingar.

Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2015 kl. 12:58

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Þú ert alveg ágætur Ómar Bjarki. Er ekkert mál sem þú getur rætt eða ritað um, þar sem ESB kemur ekki upp í huga þinn.

Pistilhöfundur er að rita um veðursögu Íslands, þ.e. frá landnámi til dagsins í dag. Hann vitnar í veðurfræðing máli sínu til staðfestingar. Ef það hefur ekki komist inn í haus þinn í barnaskóla, þá er talið að landið hafi byggst upp á níundu öld, eða það var okkur kennt. Reyndar vilja sumir meina að byggð hafi hafist hér fyrr. Því er pistlahöfundur að tala um veðurfarsbreytingar á um ellefu hundruð ára tímabili. ESB er einungis rétt rúmlega fimmtíu ára gamalt, ef talið er frá þeim tíma er Kola- og stálbandalagið var stofnað.

Því kemur það samband ósköp lítið við því efni sem pistlahöfundur ritar um.

Gunnar Heiðarsson, 1.3.2015 kl. 18:33

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er eflaust til einhver greining á þessu heilkenni. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2015 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband