Rokk, sex og ósjáfbjarga Grikkir í Stór-Evrópu

Grikkland er án fullveldis og án sjálfsbjargar. Kosningarnar í Aþenu í lok maí voru ekki þingkosningar nema að nafninu til; í reynd voru þetta sveitarstjórnarkosningar í Stór-Evrópu. Ný hreppsnefnd í Grikklandi reynir að dylja veika pólitíska stöðu með glamúr. Fjármálaráðherrann er kynntur sem rokkstjarna og forsætisráðherrann svarar gælunafninu Sexý-Alexí.

Fjármálaráðherrann, Yanis Varoufakis, viðurkennir að Grikkland sé gjaldþrota. En þar sem Grikkland er í evru-samstarfi við 18 önnur ESB-ríki þá krefst hann þess að Grikkjum sé bjargað frá rökréttum afleiðingum gjaldþrots. Varoufakis vill peningasekki frá Brusel, Frankfurt og Berlín til að halda uppi lífskjörum í Grikklandi, sem þó eru betri en Eystrasaltslöndunum og Slóvakíu.

Varoufakis biður um Merkel-áætlun til að bjarga Grikkjum með vísun í Marshall áætlun Bandaríkjanna eftir seinna stríð til að endurreisa Evrópu. Evran er sem sagt búin að leggja Evrópu í rúst, líkt og seinna stríð gerði.

Að hætti rokkstjarna, sem framleiða smell eftir smell, trompar nýjasti yfirlýsingasmellur Varoufakis þann síðasta. Í dag kallar hann kröfur um grískan sparnað Versalasamning með vísun í auðmýkjandi friðarsamning Þjóðverja eftir fyrra heimsstríð.

Úr fjölmiðlum Þjóðverja lekur eitrið. Viðskiptaritstjóri Frankfurter Allgemeine segir þá Grikki sem greiddu fasteignaskatta, og þeir voru ekki margir, hafa misst allan greiðsluvilja enda ríkisstjórn vinstrimanna búin að lofa að lækka skattana.

Rokk og sex borgar hvorki reikninga né heldur efnahagskerfi gangandi. Grikkir eiga eftir að horfast í augu við þá staðreynd að innan evru-svæðisins eru þeir Kópasker.


mbl.is Peningarnir að klárast hjá Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband