Þurfum verkföll til að stöðva þenslu

Hagvöxtur yfir 4% er þensla sem er hættuleg enda skapar hún ójafnvægi milli framleiðsluþátta í hagkerfinu. Þegar er farið að bera á þenslueinkennum s.s. í eignabólu á fasteignamarkaði.

Til að slá á óæskilega þenslu væri gott að fá verkföll, helst allsherjarverkfall í einn eða tvo mánuði, til að kæla hagkerfið.

Ríkisstjórnin ætti að leggja sig fram um auka líkurnar á verkföllum með því að segja ASÍ að éta það sem úti frýs þegar Gylfi og félagar koma með kröfur á ríkissjóð að redda peningum svo að fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna, t.d. Hagar, geti áfram borgað smánarlaun.

Verkföll myndu slá á ósjálfbæran hagvöxt í tæka tíð og stuðla að jafnvægi í hagkerfinu.


mbl.is Spá 4¼% hagvexti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband