Grikkir hata ESB - en þora ekki út

Aðeins 23% Grikkja bera traust til Evrópusambandsins, en þetta hlutfall var 51% árið 2007, samkvæmt gagnvirkri tölfræði á Telegraph, sem birt er undir fyrirsögninni ,,Evrópski draumurinn deyr í hverju ríkinu á fætur öðru".

Grikkir telja Evrópusambandið og evruna sérstaklega undirrót ömurlegrar efnahagskreppu sem staðið hefur í sex ár og ekki sér fyrir endann á. Í grískum fjölmiðlum birtast myndir af Angelu Merkel kanslara Þýskalands íklædda Hitlers-múderingu.

Grikkir fóru á neyslufyllerí fyrir kreppu enda bjuggu þeir við sömu vaxtakjör og Þjóðverjar þótt hagkerfi þeirra stæði nær miðöldum en nútíma.

Þegar kreppan skall á urðu Grikkir að borga en gátu ekki. Í reynd eru Grikkir í skuldafangelsi annarra evru-ríkja, sem neita Grikkjum um afskrift af lánum sem óhugsandi er að þeir muni nokkru sinni borga.

Grikkir freista þess að kjósa Syriza til valda enda flokkurinn með harðskeyttustu yfirlýsingarnar gegn Evrópusambandinu. En hvorki Syriza né Grikkir almennt þora út úr evru-samstarfinu og taka tilbaka tapað fullveldi.

Það er svo miklu notalegra að láta aðra sjá um sig þegar maður venst því að standa ekki á eigin fótum.


mbl.is Grikkir ganga að kjörborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi fyrirsögn segir allt sem segja þarf um ESB. Fyrst er fólk platað með margvíslegum gylliboðum inn í sambandið en þegar það uppgötvar hvað það gengur út á þá þorir /getur það ekki snúið til baka. Græðgin er nefnilega sterkara afl en hugrekkið.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2015 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband