Næstu tölublöð Herðubreiðar

Undir ritstjórn Björgvins G. og Karls Th. verða næstu tölublöð Herðubreiðar vígð eftirfarandi efnisþáttum:

Brussel frekar en Ásahreppur; sjóðirnir eru stærri og tækifærin fleiri

Spilling á Íslandi; innherjaupplýsingar

Samfylkingin, umboðslausa umsóknin og umboðslausa úttektin

Samfylkingin og siðvitið; persónulegt sjónarhorn

 

 


mbl.is Björgvin: Ekki fjárdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

smile

Þorgeir Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 14:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Björgvin er reyndar búinn að segja sig frá ritstjórn Herðubreiðar. En það er svo sem engin hindrun í því að nýta sér persónulega ógæfu eins manns til að fella áfellisdóma yfir Samfó, ESB og Herðubreið.

Með sömu aðferð verður létt verk að taka svipuð mál einstaklinga í öðrum stjórnmálaflokkum og hjá öðrum ríkjabandalögum og fjölmiðlum til að sverta þessi fyrirbæri. 

Og jafnvel rifja upp gömul mál af svipuðum toga og nýta þau. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 18:41

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það ma nú eiginlega segja að Gísli Freyr Valdórsson hafi fengið svipaða útreið. Þar fékk ráðherra of Sjálfstæðisflokkur líka að kenna á því af hendi fréttamiðla, bloggara og athugasemdakerfi. Báðir báðust afsökunar á brotum sínum, en hrædd er ég um að standa muni a fyrirgefningu Gísla Freys og muni brot hans lifa lengur í minningu andstæðinga hans.

í raun þarf ekki að vera um brot að ræða, aðeins pólitíska andúð. Minni aðeins á umræðuna sem fór í gang þegar Gunnar Birgisson var aftur kallaður til starfa í sveitastjórnarmálum.

Ragnhildur Kolka, 19.1.2015 kl. 19:20

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir með Ómari! Finnst óþarfi að tengja Björgvin og hans persónulegu ógæfu við Samfylkinguna. Enda var Björgvin hættur sem þingmaður og sótti um þetta starf ekki í nafni Samfylkingar enda held ég að Samfyling sé ekki ríkjandi aðili í viðkomandi hreppi. Björgvin ólíkt þeim sem Ragnhildur nefnir hér að ofan hefur jú loks seinnipartinn viðurkennt brot sitt og skýrt það með því að áfengi hafi skert dómgreind hjá honum. Og er að fara í meðferð.  Svo var það óvart samfylkingarfólk sem réð Gunnar Birgisson til starf en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband