Umsóknin um evru-horror er tilræði við þjóðarhag

Evru-þjóðirnar 19 stefna í uppgjör sín á milli. Aðeins tvær mögulegar niðurstöður gætu komið úr því uppgjör.

Í fyrsta lagi: að evru-svæðið verði Stór-Evrópa með sameiginlegu fjárveitingavaldi í Brussel líkt og fjárveitingavaldið í Bandaríkjunum er í Washington.

Í öðru lagi: evru-svæðið molnar í sundur þar sem ríku þjóðirnar í Norður-Evrópu verða aðgreindar frá fátæku þjóðunum í Suður-Evrópu. Opin spurning er hvoru megin hryggjar evran sjálf lendir.

Hvort heldur að úr verði Stór-Evrópa, þar sem meginlandið sameinast en Bretar standa utan auk Svía og Dana og Pólverja a.m.k. um sinn, eða að evru-samstarfið gliðni í sundur, þá er öllu sæmilega viti bornu fólki augljóst að engin þjóð, sjálfs sín ráðandi og ekki ógnað af stórveldi, lætur sér til hugar koma að sækja um evru-aðild undir núverandi kringumstæðum.

Vanhugsaða og illa undirbúna umsókn Össurar Skarphéðinssonar frá 16. júlí 2009 fór í gegnum þingið vegna þess að Vg-þingmenn svindluðu.

Íslendingar eiga að leyfa Evrópu á vinna sig úr þeim vanda sem steðjar þar að og vona að vel takist til. Þegar nýskipan mála er komin á í Evrópu, og það gæti tekið fimm til fimmtán ár, tökum við umræðu á ný stöðu Íslands í því samhengi.

En núna á að afturkalla umsóknina um evru-horrorinn enda er hún tilræði við þjóðarhag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ummæli eru oft dæmd tilhæfulaus og röng. Er ekki hægt að dæma "umsóknina" í ESB,tilhæfulausa og ranga? Svindl.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2015 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband