Mýtan um menntun og atvinnumöguleika

Þegar lítið framboð var af menntuðu vinnuafli var eftirspurnin næg. Eftir því sem framboðið jókst minnkaði eftirspurnin. Þeir sem útskrifast núna sem lögfræðingar eiga fæstir möguleika á lögmennsku eða sérfræðistörfum sem lögfræðingar.

Unglæknar segjast varla hafa efni á því að vinna hérlendis, launin séu svo lág. Nýútskrifaðir guðfræðingar fá helst vinnu hjá íslenskum söfnuðum í útlöndum.

Konur eru um það bil að taka yfir sérfræðistéttirnar í þann mund sem eftirspurnin minnnkar.

Fyrirsjáanlega mun menntun ekki auka atvinnumöguleika fólks. Sígildi menntunar felst á hinn bóginn ekki í því að bæta efnahagslega afkomu heldur að efla mennskuna.


mbl.is Ómenntuð húsmóðir hefur minna vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Furðulegt að ekki skuli settar takamrkanir í lögfræðináminu eins og staðan er í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2014 kl. 10:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gæti ekki verið meira sammála. Hvað varðar mennskuna þá er hún því miður í öfugu hlutfalli við magn menntaðra. 

Ragnhildur Kolka, 22.12.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband