Svíar vilja ESB án evru - tvöföld mótsögn

Svíar láta sér ekki til hugar koma að taka upp evru, sem leiðir ómældar hörmungar yfir þau 18 af 28 þjóðríkjum Evrópusambandsins sem nota gjaldmiðilinn. Engu að síður vill meirihluti Svía vera áfram í Evrópusambandinu.

Það er tvöföld mótsögn í þessari afstöðu Svía.

Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópusambandið krefst þess að þjóðir taki upp evru, sem er gjaldmiðill sambandsins. Um hríð geta þjóðir komist hjá þessari kvöð með efnahagstæknilegum undanþágum en það varir ekki lengi, - sjáið bara Litháa.

Í öðru lagi þá verður evrunni ekki bjargað nema með stóraukinni miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkjanna. Og án evrunnar er ekkert Evrópusamband, það hefur Merkel kanslari Þýskalands sagt.

Svíar munu ekki lengi eiga þess kost að vera í Evrópusambandinu en án evru.


mbl.is Vilja vera í ESB en ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Furðuleg rök! Svíar eru búnir að vera í ESB í hvað nærri 20 ár án evru og eru það ekki 10 ríki önnur. Danir t.d. eru með sína krónu. Danska krónan reyndar bundin við gengi evrunnar með 15% vikmörkum. Og Sænska krónan er látin sveiflast í takt við evruna þó það sé ekki lögbundið. Held að ekkert þeirra ríkja sem eru næst okkur séu á leið í eitthvað sambandsríki þó Íslenskir "sérfræðingar" spái því stöðugt! Það væri nú furðulegt ef að ríki væru rekin úr ESB fyrir að taka ekki upp evru. Það væri gjörsamlega gegn því sem Páll og co í Heimssýn hefur haldið fram að ríki sem ganga þarna inn séu föst þar að eillfu

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2014 kl. 22:09

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þeir eru ennþá nokkrir sem betur sem spyrna á móti þessum Slórevrópu liðum sem er ins og svo margir benda á einungis Þjóðverjar sem koma út í plúss í þessum viðskiptum. Ég fylgdist vel með Portúgölum þegar þeir skriðu inn með risalega miklu bókfærslusvindli og svo kom reikningurinn sem borgaður var með iðnaðarfyrirtækjum sem gufuðu upp eð fóru til Kína. Sveiattan.

Eyjólfur Jónsson, 15.12.2014 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband