Vinstrimenn skilja ekki fjölskyldulíf: sjáið Svandísi

Svandís Svavarsdóttir kom í sjónvarp vinstrimanna, RÚV, og sagðist undrast að forsætisráðherra væri fjarverandi fjárlagaumræðu og vildi ekki hlusta á líma-afrita ræður stjórnarandstöðunnar. Tilgangur Svandísar var að tortryggja að forsætisráðherra sinnti fjölskyldu sinni.

Svandís og stjórnarandstaðan reyndi að búa til áhlaup á forsætisráðherra með stuðningi fjölmiðla. Tilefnið var að forsætisráðherra tók fjölskyldu fram yfir ræður stjórnarandstöðu á þingi.

Svandís ætti kannski að fjalla um eigið fjölskyldulíf á opinberum vettvangi, og jafnvel föður síns, áður en hún leggur til atlögu við fjölskyldu forsætisráðherra.


mbl.is „Reconsider“ var „endurskoða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég hélt bara að jólafríið væri það langt hjá þessu liði, að það væri nægur tími ril að sinna fjölskylduni þá. Ég veit ekki betur en þetta lið sé á launum hjá okkur skattborgurunum, og þá viljum við að það drullist til að vinna vinnuna sýna. En það er svona með þessa HÆGRIMENN þeir halda að þeir geti leift sér allt.

Hjörtur Herbertsson, 13.12.2014 kl. 20:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hægri-Öflin óhugnalegu í landinu hafa alltaf litið svo á að almúginn eigi enga rétt á fjölskyldulífi.  Almúginn skal barinn áfram, samkv. Hægri-Ofsaöflunum - Elítan og ofur-ríkir skulu bara vera að leika sér á kostnað almennings.

Þetta kemur ekkert á óvart.  Hægri-Menn hafa alltaf verið svona - og eru enn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2014 kl. 21:31

3 Smámynd: Jack Daniel's

Enn lýgur Páll eða þá að gáfurnar eru bara ekki meiri en þetta.

Það eina sem fólk var að setja út á var að hann skyldi stinga af án þess að skrá fjarvistir í þinginu eins og lög og reglur gera ráð fyrir meðan hann sinnti fjölskyldunni.

Jack Daniel's, 13.12.2014 kl. 22:06

4 identicon

Takk fyrir enn einn "líma afrita" pistilinn, þú er sérfræðingurinn.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 23:48

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mæl þú manna heilastur kæri Ðáll.

Hér hefur þú lög að mæla sem jafnan og greint hismið frá kjarnanum.

Það sannast est á grunnhyggjuskrifum þeim sem eru hér fyrir ofan innlegg mitt og sýnir að þú greipst á kýlinu svo að svíðöur undan sannleikanum..

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.12.2014 kl. 02:49

6 identicon

Hér er svipaður gæða titill "Hægrimenn skilja ekki ábyrgð: sjáið Sigmund"

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 17:42

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elfar !

Síðan hvenær er Sigmundur Davíð eða framsóknarmenn hægrimenn ? Hvað í málflutningi þeirra og stefnu Framsóknarflokksins færa okkur einhverjar sönnur á það ?

Ég er einn fjölmargra sem kem ekki auga á það sem þér virðistaugljóst - endilega sýndu okkur þetta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.12.2014 kl. 21:15

8 identicon

Ég biðst velvirðingar Predikari og hægri menn, ég á bara svo oft erfitt með að gera greinarmun á xD og xB þar sem xD hefur haft hendina svo langt upp í óæðri enda xB í svo langan tíma að erfitt er orðið að sjá hvar einn byrjar og hinn endar.

Ég hér með leiðrétti fyrri ummæli mín. 

Hér er svipaður gæðatitilll "Framsóknarmenn skilja ekki ábyrgð: sjáið Sigmund"

Ég bið hægrimenn aftur velvirðingar á þessum ruglingi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 01:47

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elfar.

Þökk fyrir þetta. Annars er ekki rétt sem þú segir með „hendina svo langt upp.......“ því það er augljóst að slíku er ekki til að dreifa. Það sést best á ýmsum fréttum alveg frá því þessi ríkisstjórn tók við að það er iðulega andstaða á milli flokkanna og málamiðlamoir margar og miklar - full miklar að mínu viti og koma til þar sem framsóknarmenn eru ekkert að láta stjórna sér neitt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.12.2014 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband