Einveldi embættismanna ekki í þágu almannahags

Umboðsmaður alþingis færir sig upp á skaftið og kemur þar í kjölfar ríkissaksóknara, sem skiptir sér af pólitík, og embættismanna í utanríkisráðneytinu er ætla sér að móta utanríkisstefnu lýðveldisins.

Valdasókn embættismanna gerist í skjóli þess að stjórnmálamenn eru í lágu rykti; ef Ísland væri með her myndi sú stofnun hnykla vöðvana þegar stjórnmálamenningin væri í upplausn, líkt og mörg dæmi eru um erlendis.

Þeir sem kunna að óskar sér aukin völd til embættismanna ættu að íhuga afleiðingarnar. Ekkert segir okkur að embættismenn séu vandaðri eða betur að sér en fólk almennt. Stjórnmálamenn eru kjörnir fulltrúar og sækja umboð sitt til almennings. Embættismenn þurfa ekki að svara fyrir embættisfærslu sína gagnvart almenningi.

Vaxandi völd embættismanna stórskaða lýðræðið með því að hola það að innan. Ef almenningur fær á tilfinninguna að embættismenn ráði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þá glatast virðingin fyrir lýðræðislegum ferlum eins og kosningum sem skilar sér í minni kjörsókn og það dregur úr lögmæti alþingis.

Til skamms tíma var alþingi vettvangur helstu málamiðlana hér á landi. Eftir því sem veigameiri ákvarðanir eru teknar utan þings, af embættismönnum, verður alþingi lítilfjörlegra. Þessa þróun verður að stöðva áður en í óefni er komið.

 


mbl.is Umboðsmaður krefur ráðherra svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Orð í tíma töluð! þó fyrr hefði verið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2014 kl. 15:05

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Við erum heppnir að hafa Umboðsmann Alþingis og Ríkissaksóknara, sem veita m.a. ráðherrum aðhald. Þótt að þeir sem þingmenn hafa verið kosnir þá þýðir það ekki að þeir njóti algjörs trausts og ekki sé ástæða til þess að fylgjast nákvæmlega með störfum þeirra. Það er mjög óeðlilegt að ráðherrar, eins og Hanna Birna, geti veist að æru þessara embættismanna án þess að þeir geti svarað fyrir sig. Löngu áður en Gísli játaði vildi ég losna við Hönnu Birnu úr ríkisstjórn vegna hegðunar hennar í málinu, sem hefur einkennst af hroka, skæting, lýgi og veitast að æru annarra m.a. Umboðsmanni Alþingis, Ríkissaksóknara og Rauða Krossinum. Þótt að nokkrum ráðherrum er illa við að það skuli vera til ríkisstarfsmenn, sem eiga m.a. að rannsaka störf þeirra, þá er ég mjög feginn að Umboðsmaðurinn og Ríkissaksóknarinn hafa sinnt sínu starf þrátt fyrir þessa afstöðu ráðherra. Eftir að Hanna Birna flutti ræðu á Kirkjuþinginu m.a. um skort á traust, hef ég velt því fyrir mér hvort hún er siðblind, sem flokkast undir persónuleikaröskun í geðlæknisfræði. Með því að leyfa henni að vera áfram ráðherrar er lagt blessun yfir hegðun hennar og að þeir sem starfa í Innanríkisráðuneytinu og undirstofnanir eiga að geta treyst og virt hana.

Kristján H. Kristjánsson, 17.11.2014 kl. 15:14

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði nú haldið að ráðherra sé fulltrúi Almennings og Umboðsmaður Alþingis heyrir undir Alþingi þar sem eru 63 fulltrúar okkar. Eins held ég að gildi Stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn og flutt af öðrum lögum sem þessir menn þurfa að virða. Hefði nú haldið að menn sem heyra undir Alþingi og ráðuneyti séu einmitt þeir sem mest þurfa að taka tillit til almenning og fulltrúa þeirra!  En vel á minnst að vilji og skoðun almennings sem og hagsmunir eru ekki þeir sömu endilega og þess sem þetta blogg ritar

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.11.2014 kl. 16:41

4 identicon

Embættismenn á borð við umboðsmann alþingis þarf ákurat að svara fyrir gjörðum sínum fyrir Alþingi þar sem hann er ráðin af þeim í fjögur ár í senn.

Hann er einnig takmarkaður í gjörðum sínum af skipunarbréfi og lögum um embættið hans.

"Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að gæta þess að stjórnvöld virði rétt einstaklinga og samtaka þeirra. Hann hefur í því skyni eftirlit með því að jafnræði sé virt í stjórnsýslustörfum og að stjórnsýsla sé að öðru leyti í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti"

Starf hans er semsagt að tryggja það að ráðherrar og aðrir handhafar framkvæmdavaldsins fari eftir settum lögum og reglum í staðin fyrir að gera það sem þeim dettur í hug á hverjum tíma fyrir sig.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 18:47

5 identicon

Einnig, Alþingi holaði sig sjálft að innan með því að framselja vald sitt í stórum stíl til ráðherra sem í dag setja fram flest lög sem komast í gegnum þingið og geta breytt mörgum lögum án eftirlits þar sem þeir þurfa bara að setja nýjar reglugerðir.

Það er hægt að segja margt um stjórnkerfi Íslands en að halda því fram að það er þrískipt er bara kjánaskapur.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 18:50

6 Smámynd: Elle_

Burtséð frá Umboðsmanni alþingis, eru borgarbúar líka með Umboðsmann borgarbúa (Ingi Poulsen), nýtt embætti sem borgarbúar geta sótt hjálp frá verði þeir fyrir ranglæti embætta og stofnana borgarinnar, eins og vera þagaðir í hel.  Skilmáladeild embættis Byggingarfulltrúa fer nú að verða þekkt fyrir að leyfa verktökum að valta yfir íbúa húsa og snúa út úr og þegja fólk í hel. 

Elle_, 17.11.2014 kl. 23:10

7 Smámynd: Elle_

Ehf-um og verktökum.

Elle_, 17.11.2014 kl. 23:13

8 Smámynd: Elle_

Get ég bætt við að ég tel Umboðsmann alþingis vera heiðarlegan og að hann vinni sína vinnu þarna.  Og mundi ekki hika við að fara með mál til hans ef ég þyrfti á að halda.  Hann er með vissa eftirlitsskyldu og má þannig rannsaka mál.  Það má Uboðsmaður borgarbúa gera. 

Elle_, 18.11.2014 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband