Pawel, Benedikt vilja Hönnu Birnu feiga í pólitík

Pawel Bartoszek og Benedikt Jóhannesson vinna að stofnun Viðreisnar sem yrði klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Báðir eru ESB-sinnar og sem slíkir vilja þeir Ísland inn í Evrópusambandið.

Pawel vill að Hanna Birna Kristjánsdóttir segi af sér og Benedikt óskar sér sömuleiðis Hönnu Birnu feiga úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins.

Þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins herja á Hönnu Birnu með þessum hætti þá er það ekki vegna velvildar í garð móðurflokks íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Páll ég er mest hissa á þvi að þessir menn skuli enn vera í Sjálfstæðisflokknum.

Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr og fyrir mér þá er þetta fólk ekki á réttri forsendu í flokknum og ætti það að sjá sóma sinn í því að skrá sig úr flokknum og biðja hann fyrirgefningar...

Stundum er talað um planta pöddum inn í garða til að eyðileggja og ekki er laust við að sú hugsun komi í huga mér...

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heilindi þeirra félaga gagnvartað Sjálfstæðisflokknum er minna en ekkert þegar þeir kynna sig sem sjálfstæðismenn en vinna svo stöðugt að því að grafa undan honum. Við sjáum hvernig það auðveldar andstæðingum flokksins að berja á honum, t.d. hvernig Ríkisútvarpið og 365 nýta sér þessa glufu. Það gefur spjallþáttum, eins og Í vikulokin og Sprengisandi, falskan hlutleysisblæ þegar flokksbundnir sjálfstæðismenn eru fengnir til að taka undir allt bullið sem þar er boðið upp á.

Ragnhildur Kolka, 17.11.2014 kl. 12:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Stórtækir á óskalista sínum viðreisnarmenn,þeir hafa þá opinberað hverslags viðreisn er að grassera í höfði þeirra. Greinilegt að einskis er svifist og vert að vera viðbúinn. Mín vegna mega þeir bjóða Evrpusambandinu sína einka Kviðreisn.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2014 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband