Saksóknari í pólitík eftir sneypuför fyrir dómi

Ríkissaksóknari fer með ákæruvaldið í landinu. Hann ákveður upp á sitt einsdæmi hverjir skulu sæta rannsókn og hvort ákært skuli í framhaldi. Þeir sem fara með ákæruvaldið ættu að haga orðum sínum þannig að heiðarleiki embættisins verður ekki dregin í efa. Sú er ekki raunin.

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, kemur ítrekað fram í fjölmiðlum með þeim hætti að stórlega má efast um dómgreind hans. Helgi Magnús fór sneypuför fyrir héraðsdóm Reykjavíkur á miðvikudag sem handhafi ákæruvaldsins gegn Gísla Frey Valdórssyni.

Saksóknarinn Helgi Magnús reyndi að gera upplýsingagjöf Gísla Freys til fjölmiðla að stórpólitísku máli með því að væna Gísla Frey og ráðherra um að hafa lekið upplýsingum sér til ávinnings. Dómarinn í málinu, reyndur maður í sínu fagi, Arngrímur Ísberg, blés á málatilbúnað Helga Magnúsar og sagði þetta um pólíska hluta ákærunnar:

Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.

Í stað þess að taka niðurstöðu dómsins eins og manni í embætti saksóknara sæmir þá hóf Helgi Magnús upp málflutning gegn innanríkisráðherra í fjölmiðlum strax eftir niðurstöðu dómara.

Pólitískur áhugi Helga Magnúsar á málinu hófst raunar áður en lekamálið var dómtekið en þá tjáði hann sig með ótvíræðum hætti á samfélagsmiðlum með ,,læki".

Helgi Magnús lét ekki við sitja að gefa pólitískar yfirlýsingar strax eftir dóminn heldur er kappinn mættur í helgarviðtal í RÚV og heldur áfram pólitískum árásum á innanríkisráðherra.

 

Með pólitískum yfirlýsingum sínum vanvirðir Helgi Magnús niðurstöðu héraðsdóms og opinberar jafnframt að pólitísk heift fremur en málefnaleg yfirvegun ræður ferðinni hjá embætti ríkissaksóknara. Og það veldur hrolli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Merkilegt að hlusta á þetta viðtal, sér í lagi eftir að niðurstaða dómarans liggur fyrir. Slæmt að vita af því að bæði Ríkissaksóknari og varamaður hans skuli láta stjórnast af pólitískum illindum. Maður fer þá að horfa öðrum augum á öll málin sem þetta fólk sækir og er gert afturreka með. Að þau séu valin meira með hliðsjón af skoðunum en því að meiri líkur en minni séu til sakfellingar.

Ragnhildur Kolka, 15.11.2014 kl. 14:40

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það er líkt með dómgreind og aðra greind, hún er hluti af persónueinkennum rétt eins og augn- og háralitur, eins konar dna. Þess vegna veldur það hrolli að innanríkis skuli telja að hún geti lært af fyrra dómgreindarleysi og gegnt opinberri stöðu áfram.  Það sem veldur þó talsverðri hugarró og gleði, er að yfir 70% aðspurðra á aldursbilinu; "kynslóðin sem tekur við" skuli vera með skýra sýn á það hvað telst óásættanlegt dómgreindarleysi og afsagnarkræft.   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.11.2014 kl. 15:56

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Wow heiðarleikinn á greinilega ekki heima hèrna.

Ólafur Örn Jónsson, 15.11.2014 kl. 16:03

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hanna Birna er kjörinn fulltrúi þjóðarinnar, ólíkt Helga Magnús sem er réttur og sléttur embættismaður. Alþingi Íslendinga getur sett ráðherra af og á ekki skemmra fresti en 4 ára hitt kjörnir fulltrúar almenning að máli og fá umboðið endurnýjað eða afsögn.

Í lekamálinu svokallaða er reynt að búa til pólitískt áhlaup á innanríkisráðherra á afar hæpnum forsendum. Þar spila saman stjórnarandstaða, fjölmiðlar og embættismenn. En það er ekki þeirra að ákveða hver skuli ráðherra og hver ekki. Það er meirihluti alþingis sem er með beint umboð frá kjósendum að ákveða hverjir skulu ráðherrar og hverjir ekki.

Klíkuhópar í samfélaginu, sem sameinast í andstöðu sinni við tiltekinn ráðherra, eiga ekki að komast upp með að ákveða hvernig stjórnskipun lýðveldisins skuli háttað. Það væri gerræði en ekki lýðræði.

Páll Vilhjálmsson, 15.11.2014 kl. 16:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki sammála þér í þessu máli, Páll minn. Fram undir þetta hef ég reyndar varið Hönnu Birnu í lekamálinu, enda taldi ég engar sönnur fengnar á vitund hennar um þann leka né hver ábyrgur væri í ráðuneytinu. Játning Gísla Freys breytti svo engu um þetta álit mitt. Og þó var ég engan veginn að verja þarna Hönnu Birnu sem pólitískan samstöðumann minn, enda er ég ekki kjósandi hennar né flokksmaður og er afar andvígur athöfnum hennar í flugvallarmálinu (yfirýsingum hennar og fráleitum sérsamningi hennar við Jón Gnarr) og tel hana hafa þar beitt sér gegn heildarhagsmunum landsmanna, sem og hagsmunum borgarbúa.

En vegna lekamálsins hafði ég samt, þar til á föstudagskvöld sl., mælt (í bloggi og í innhringingu á Útvarpi Sögu) gegn því, að Hanna Birna ætti að segja af sér.

En í Vikulokum Rásar 1 heyrði ég í gær langa kafla a.m.k. úr þessu viðtali Helga Seljan við vararíkissaksóknara, Helga Magnús Gunnarsson. Og upplifun mín er einmitt sú, að Magnús Helgi hafi í öllu því, sem ég heyrði, sýnt mikla dómgreind, aðgát í orðum og hyggindi -- alls ekki það gagnstæða. Þetta á alveg sérstaklega við orð hans um samskipti Hönnu Birnu við fyrrv. lögreglustjóra, Stefán Eiríksson, og það, sem virtist blasa við af staðreyndum þess máls: að hún muni hafa beitt hann mjög óeðlilegum, ef ekki beinlínis ólögmætum þrýstingi vegna máls Gísla Freys.

Eftir að hafa hlustað á skynsamleg svör Magnúsar Helga um það mál, er ég sannfærður orðinn um það, að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að segja af sér ráðherraembætti.

Jón Valur Jensson, 16.11.2014 kl. 02:18

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jón Valur! Hvort menn tala með aðgát í orðum og hyggindum í viðtali við Helga Seljan,segir bara ekkert um það hvort maðurinn sé réttlátur,en ætti  auðvitað embættis síns vegna að vera það.-- Þú leggur mikið á þig til að bera af þér tengslin við Sjálfstæðisflokkinn,held að menn hafi lesið það margoft.-... Og afhverju ætti Hanna Birna að segja af sér,? Þótt skipuð hafi verið Innanríkisráðherra,er gerð krafa um að hún sé menntuð í afbrotafræði?,og varla þaulæfð og tilbúin að bregðast við málatilbúnaði og jafnvel árásum embættismanna.Hversu lengi á að bjóða almenningi upp á þessar óheiðarlegu skærur.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2014 kl. 04:01

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, mín góða Helga, hún Hann Birna þarf ekki að kunna afbrotafræði, en hún átti að hafa þá skynsemi og dómgreind að taka ekki lögreglustjóra inn á teppið með þeim hætti sem hún gerði með tilætlunarsemi, sem engan veginn var við hæfi -- hafandi um leið æðstu ráð yfir 5 ára tímabundinni ráðningu hans. Og það eru ekki "skærur" af hálfu vararíkissaksóknara að tala yfirvegað um það mál (um annað er ég ekkert að fjalla hér í því áliti mínu, að hún eigi að segja af sér).

Jón Valur Jensson, 16.11.2014 kl. 04:25

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það, sem ég heyrði í Helga Magnúsi Gunnarssyni í Vikulokunum í gær, er hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/vikulokin/15112014 og byrjar þar þegar 3,10 mín. voru liðnar af þættinum og endar á 20:40 (en einnig styttra innlegg með orðum HMG í fréttum: 1:53–2:43 mín. af þættinum).

Það er svo reyndar DÆMIGERT fyrir þennan Vikuloka-þátt, að allir þrír innboðnir umræðumenn þar eru (eins og stjórnandinn Helgi Seljan) VINSTRI menn! (Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarform. "Bjartrar framtíðar", Reynir Traustason, fv. ritstj. DV, og Fanney Birna Jónsdóttir, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins).

Jón Valur Jensson, 16.11.2014 kl. 05:04

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei en þótt ég ávarpi þig í upphafi gamli vinur og samherji,þá liggur manni annað á hjarta. Dómgreind akkurat það sem ég er að segja! Hvenær hefur ráðherra á Íslandi verið sakaður um slíkt athæfi eins og það sem Hanna Birna er sökuð um...á sama tíma veit hún ein að hún er saklaus.- Hvernig fæst hún varist,?Vitandi af óvinveittum ,her,tilbúnum í allt miðað við þessa upp á komu.Það er orðið áliðið og ég man ekki með hvaða brögðum,sem eru ekki við hæfi þeirra Vammlausu,hún hefði átt að draga manninn inn á teppið. Barast skömm að þessu. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2014 kl. 05:17

10 Smámynd: Steinarr Kr.

Það er eitt að vera sakaður um eitthvað og annað að vera fundinn sekur.  Fólk almennt virðist ekki gera greinarmun á þessu.

Steinarr Kr. , 16.11.2014 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband