Evru-ríkin eru sjúklingar heimshagkerfisins

Þýskir fjölmiðlar tala um yfirvofandi gengisfellingu evrunnar. Álitsgjafar í efnahagsmálum segja evru-samstarfið festa meginlandið í kviksyndi verðhjöðnunar og samdráttar.

Um langa hríð stendur val evru-ríkjanna um að stórauka miðstýringu efnahagkerfa sinna og í reynd búa til Stór-Evrópu eða brjóta upp evru-samstarfið. Þegar hvorugt er stöðnun og hægfara hnignun afleiðingin.

Tvær sviðsmyndir blasa við evru-ríkjunum. Í fyrsta lagi langtíma kreppa, í tíu eða fimmtán ár, þar sem haldast í hendur lítill hagvöxtur og hátt atvinnuleysi. Í öðru lagi hrun sem sprengir upp gjaldmiðlasamstarfið með því að ríku þjóðirnar fari úr samstarfinu eða að þeim fátækari verði úthýst.

Evru-ríkin eru sjúklingar heimshagkerfisins og sjálfstæður óvissuþáttur í alþjóðlegum efnahagsbúskap. Þessi greining er niðurstaða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og bandaríska seðlabankans.

Það er með miklum ólíkindum að á Íslandi séu pólitísk öfl sem vilja leggja þjóðina inn bráðadeildina í Brussel.


mbl.is Meðaleinkunn ESB-landa versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband