Stjórnmál sem hjónaband - eða: bjánar í pólitík

Hjónabandsráðgjafi var úrræði þingmanna Borgarahreyfingarinnar, sem gátu ekki talað saman nema til að misskilja hvert annað, segir Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður stjórnmálahreyfingarinnar sem spratt úr búsáhaldabyltingunni.

Hjónabandsráðgjöf er kölluð til í biluðum persónulegum samböndum, þegar fólk er ráðþrota í persónulegu rugli. Þegar hjónabandsráðgjafi er kallaður til stjórnmálahreyfingar er augljóst að innan hreyfingarinnar starfar brotið fólki sem kann ekki að gera greinarmun á því persónulega og opinbera.

Eftirhrunsörvæntingin kallaði marga kverúlanta til verka; fólk sem ekkert kunni og var margt illa innrætt. Í skjóli upplausnar samfélagins sá þetta fólk sér leik á borði að bæta ömurleika ofan á eyðilegginguna.

Ruslahrúgufólkið hvarf flest til síns heima eftir eitt kjörtímabil á alþingi. Farið hefur fé betra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband