Þurfum verkföll til að stöðva hagvöxt

Tölur um hagvöxt eru vanáætlaðar enda þó nokkur hluti ört vaxandi greinar, ferðamannaþjónustu, neðanjarðar. Hagvöxtur yfir 3 prósent er hættulegur, býður heim þenslu, verðbólgu og óráðsíu.

Verkföll, gjarnan allsherjarverkall, í nokkrar vikur í vetur er nákvæmlega það sem þjóðarbúið þarf á að halda.

Með langvinnu verkfalli vinnst tvennt. Í fyrsta lagi hægir á hagvexti og í öðru lagi er sá tvíþætti lærdómur stimplaður inn í þenslukór atvinnulífsins, beggja vegna borðsins, að þjóðarkökunni verður að skipta með sanngirni annars vegar og hins vegar að ekki tjóar að semja um kauphækkun án innistæðu.

 


mbl.is Brothætt staða á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband