Gjaldeyrishöftin fjara út í rólegheitunum

Á ferðamannstöðum í Evrópu er hægt að skipta íslensku krónunni fyrir brothætta gjaldmiðla eins og evru, sem ekki er vitað hvort endist út áratuginn. Skiptiverðið þarna út í óhagstæðara en hér heima - en þeir sem segja krónuna verðlausa eða ógjaldgenga erlendis fara einfaldlega með fleipur.

Gjaldmiðlahöftin eru hægt og sígandi að fjara út eftir því sem tiltrúin á íslenskt efnahagslíf eykst og óvissuþáttum fækkar.

Með því að hafna Icesave og skipta út ríkisstjórn vorið 2013 þá voru efnahagshryðjuverk Jóhönnustjórnarinnar stöðvuð og landið tók að rísa.

Skynsöm efnahagsstefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skilar okkur jafnt og þétt betri lífskjörum og innan tíðar verður gjaldeyrishöftum aflétt, nánast án þess að nokkur taki eftir því. 

 


mbl.is Verðbilið í gjaldeyrisútboðum minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á hvaða ferðamannastöðum er hægt að skipta ísl. krónu í alvöru gjaldeyri?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2014 kl. 11:44

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég gat skipt krónum í evrur í Flórens á Ítalíu.

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2014 kl. 12:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur nú bara verið uppá eitthvað djók hjá viðkomandi sem tók við því. Safngripir eða eitthvað svoleiðis og þá ekki meira en 10-20 krónur.

Staðreyndin er sú, og sú staðreynd hefur verið langa lengi, að það er bara hlegið að fólki erlends ef það svo mikið sem reynir að framvísa íslenskum krónum.

Og reyndar má fólk þakka fyrir að það sé ekki bara hringt á lögregluna.

Eg hef oft prófað að skipta krónum erlendis bara til að sjá hver viðbrögðin verða. Aldrei hægt. Bara hlegið.

Meir að segja í Danmörku er ekki tekið við íslenskum krónum. Bara hlegið. Í eina tíð var ekki einu sinni hægt að skipta ísl. krónum í Norrænu fyrir færeyskar krónur. Þeir hlógu bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2014 kl. 12:13

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Líklega hittir þú á hláturmilda gjaldkera, Ómar Bjarki. Í Flórens var gengi íslensku krónunnar skráð ásamt fjölda annarra gjaldmiðla sem hægt var að kaupa og selja - og gjaldkerarnir virtust meira að segja brosmildir.

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2014 kl. 12:27

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þettaa hefur verið eitthvað sértilfelli. Og hvað kostaði alvörugjaldmiðillinn Evran þarna miðað við svokallaða ísl. krónu?

Úti í heimi er það þannig, að enginn tekur við ísl. krónu - nema þá einna helst einhverjir svartamarkaðsbraskarar og þá á afar lágu gengi.

Það versta sem eg lenti í þegar í prófaði að framvísa krónum var ekki hlátur. Það var þegar viðkomandi stóð með símtólið í hendinni alveg við það að hringja á lögregluna!

Ef einhver fæst núna i dag til að taka við krónum erlendis - og þá á miklum afslætti - þá er sá sami sennilega íslendingur og ætlar síðan að fara með krónurnar heim í tösku og nota hér. Gæti verið smá gróði ef upphæð er þokkaleg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2014 kl. 13:24

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Íslenska krónan er skráð á rafrænum gjaldeyrismörkuðum, sjá t.d. hér

http://www.exchangerates.org.uk/currency-calculator.html

þar sem skiptigildi krónu og punds er t.d. það sama og hér heima. 

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2014 kl. 14:02

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Euro foreign exchange reference rates as at 8 September 2014

All currencies quoted against the euro (base currency)

ISK Icelandic krona - The last rate was published on 3 Dec 2008."

http://www.ecb.europa.eu/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2014 kl. 14:58

8 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ég á svolítið erfitt með að skilja hvaða máli þetta skiptir. Reyndar er margt sem mér finnst dularfullt í sálarlífi viðræðusinna.

Hér heima nota ég eiginlega aldrei seðla eða klink, allt greitt með korti. Stundum þegar ég fer utan sleppi ég því líka að verða mér úti um reiðufé, en geri ég það þá fer ég í hraðbanka með kortið og það er aldrei neitt vesen, var það ekki einusinni 9. október 2008.

Hólmgeir Guðmundsson, 8.9.2014 kl. 18:24

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er enginn banki hérna í Danmörku (nema kannski sérhæfðunum bönkum í gjaldeyrisviðskiptum).

Sama er í gangi í Þýskalandi. Það tekur enginn við íslensku krónunni þar. Það taka hinsvegar allir við evrunni.

Hérna er yfirlit yfir gjaldmiðla hjá viðskiptabankanum mínum í Danmörku. Þetta er Sydbank sem ég versla við.  Íslensku krónuna er ekki að finna þarna.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2014 kl. 18:26

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þarna vantar hjá mér.

" Það er enginn banki hérna í Danmörku (nema kannski sérhæfðunum bönkum í gjaldeyrisviðskiptum) sem taka við íslensku krónunni. [...]"

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2014 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband