Ólafur Steph: Kristín er handbendi Jóns Ásgeirs - DV innan seilingar

Ólafur Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag og segir Kristínu Þorsteinsdóttur handbendi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrum Baugsstjóra. Ólafur segir eina aðferð eiganda til að stýra fjölmiðli vera að ráða

til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér.

Kristín var blaðafulltrúi Baugs og síðar stjórnarmaður Jóns Ásgeirs í 365 miðlum. 

Jón Ásgeir er alkunnur áhugamaður um að fjölmiðlar í sinni eigu séu meðvitaðir um þá hagsmuni sem skipta máli.

Á meðan Jón Ásgeir kennir mönnum að sitja og standa á 365 miðlum er náinn samstarfsfélagi hans, Sigurður G. Guðjónsson, að leggja undir sig DV

Fjölmiðlun á Íslandi er að verða fámiðlun. 

 


mbl.is Ólafur einnig hættur störfum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það er engin eftirsjá af Mikael Torfasyni, enda tókst honum að draga Fréttablaðið niður á sama lága plan og sorpsnepillinn DV.

Hvort Jón Ásgeir taki yfir DV mun koma í ljós. Einnig hvort standard blaðsins aukist ekki þegar búið er að reka Reyni Traustason og allt hans fjölskylduhyski af blaðinu.

Það hefur alltaf verið fákeppni í fjölmiðlum á Íslandi. Ég man ekki eftir að það hafi nokkurn tíma verið óháð dagblað/fréttamiðill á landinu nokkurn tíma. Né nokkurt blað sem hefur stundað rannsóknarblaðamennsku. Í minni æsku og unglingsárum komu út fimm blöð: Tíminn, Alþýðublaðið, Mogginn, Þjóðviljinn sem komu út á morgnana og sem voru mjög flokkspólítísk málgögn xB, xA, xD og xG í þessari röð, svo og síðdegisblaðið Vísir, sem átti að vera óháð en var það ekki.

Svo það má segja, að fjölmiðlaflóran (svo að ég noti þá klisju) sé nær engin í dag miðað við þá. Á hinn bóginn var Morgunblaðið á þeim kaldastríðsárum málgagn bandarískra yfirvalda og aðrar skoðanir en hægrisinnaðar komust ekki að. Þetta lagaðist ekki fyrr en Matthías Jóhannesen varð ritstjóri, blaðið varð opið öllum sem hafði þær afleiðingar að hin árdegisblöðin lognuðust smám saman út af.

Morgunblaðið og mbl.is í dag er pólítískt séð mjög breitt og frekar óhlutdrægt, þótt það sé ennþá flokksblað Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, sem státar sig af meiri útbreiðslu (en gleymir að nefna að það sé eingöngu vegna þess að því er dreift ókeypis) hefur aldrei komizt með tærnar þar sem Morgunblaðið hefur hælana.

- Pétur D.

Aztec, 26.8.2014 kl. 12:34

2 Smámynd: Aztec

Það hljómar eins og ég sé að bera blak af Jóni Ásgeiri, en það er ekki þannig. Mér sárnar enn hvernig hann og aðrir, sem frömdu stærstu bankarán Íslandssögunnar hafa alveg sloppið við refsingu. En svona er réttvísin öfugsnúin á Íslandi.

Það er auðvitað rétt að eigendur ættu ekki að skipta sér af fréttaflutningi fjölmiðlanna, en afskiptaleysi er heldur engin trygging fyrir því að ritstjórnin stjórnist ekki af öðrum hagsmunaaðilum leynt og ljóst. Þannig að þótt Jón Ásgeir hefði aldrei skipt sér af, þá hefði Fréttablaðið eftir sem áður verið áróðursblað Samfylkingarinnar, þ.e. blaðamenn og ritstjórn blaðsins hafa í raun aldrei verið sjálfstæð.

Aztec, 26.8.2014 kl. 12:46

3 Smámynd: Elle_

Hvað fær þessi siðvillingur að valsa um lengi með stolna peninga annarra manna í vasanum?  Segi menn orð, notar hann peninga sem hann á ekkert í í meiðyrðamál gegn þeim.  Þú varst góður Pétur, og kaldur, í línu 2 og 3. 

Elle_, 26.8.2014 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband