Fylkisflokkurinn falsar söguna

Ísland var aldrei fylki í Noregi. Ísland var sjálfstætt ríki í meira en 300 ár áður en það gekk Hákoni gamla á hönd 1262/64. Sjálfstæðisbarátta okkar frá og með 19. öld byggði á þeirri forsendu að Ísland hefði aldrei verið hluti af öðru ríki, hvorki Noregi né Danmörku, aðeins játað konungsvaldi - fyrst því norska og síðar hinu danska.

Fylkisflokkur Gunnars Smára byrjar starfsemi sína með sögufölsun. Á heimasíðu flokksins segir ,,Fylkisflokkurinn vinnur að endursameiningu Íslands og Noregs með því að Ísland verði 20. fylki Noregs." 

Jón Sigurðsson lagði grunninn að sjálfstæðisbaráttu Íslandinga á 19. öld. Hann skrifaði í Hugvekju til Íslendinga

Það er öllum kunnugt, sem nokkuð vita um sögu landsins, að Íslendíngar gengu í samband við Noreg á seinasta stjórnarári Hákonar konúngs Hákonarsonar og fyrsta ári Magnús lagabætis, sonar hans. Ísland gekk í samband við Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem heyrði Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafði stjórnað sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi undirgefið í neinu. Það samtengdist Noregi með þeim kjörum, sem Íslendíngar urðu ásáttir um við Noregs konúng, og þar á meðal þeim kosti, að öll stjórn þeirra og lög skyldi vera innlend...

Stjórnmálaflokkur sem byrjar vegferðina á sögufölsun er ekki líklegur til stórafreka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll sem jafnan - og aðrir gestir þínir !

Páll !

Kolrangt - af þinni hálfu.

Fylkisflokkurinn (þó: ekki styðji ég hann / enda hlynntur yfirtöku Kanadamanna og Rússa á íslenzku rústunum) er einfaldlega virðingarverð viðleitni Gunnars Smára Egilssonar og hans fólks / til þess að FRELSA íslendinga undan ÓGEÐI núverandi stjórnarfars - í landinu.

Það eru - ALLAR leiðir réttlætanlegar: til þess að losa landsmenn við ÖMURLEIKA sjálftökuliðs Fimmflokksins Páll minn !

Ólíðandi - að landinu sé stjórnað af fámennri klíku burgeisa og STÓRGLÆPAMANNA - síðuhafi góður !!!

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 12:30

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Óskar nefndur Helgi lætur sannleikann ekki flækjast of mikið fyrir sér og þannig hefur verið um Gunnar Smára lengst af einnig. Munur á milli þeirra er þó einn, að Gunnar Smári er alveg tilbúinn að svara fyrir hugarórana sína, þó svo að hann tali tóma steypu við það eins og það dæmi sannar se4m þú tekur í pistli þínum kæri Páll. Kann að vera að Gunnar Smári hafi smitast af þessum Óskari hvað varðar að láta snnleikann ekki eyðileggja góða hugaróra, að þeirra mati ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2014 kl. 14:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Noregur og Ísland hafi fyrir 1262 haft það sérkennilega samband að hægt væri að skipa Íslendinginn Þórð kakala yfir fylki í Noregi (Skíðisfylki, "Skien", enda hugtakið "þjóð" ekki enn fullmótað, - þótt tilvist Hæstaréttar Danmerkur hafi oft komið í veg fyrir íslensk dómsmorð, og þótt íslenski aðallinn; embættismenn, klerkar og stórbændur hafi skapað meira böl á Íslandi en harðindi og óáran, er það flótti frá vandamálum okkar innanlands og ömurleg uppgjöf að ætla sér að flýja frá þeim í faðm 15 sinnum fjölmennari nágrannaþjóðar.

Til lítils var þá hin erfiða sjálfstæðisbarátta okkar.

Ómar Ragnarsson, 11.8.2014 kl. 15:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las athugasmd. Óskars hér í gær.þar sem hlakkar í honum,yfir að þeir kollegi hans Ómar Bjarki,hefðu gert Pál og ,þá sem fylgja honum oftast að málum, æf,ef ekki óð af bræði. Ég held að þeir sem nenntu að lesa hafi bara lekið niður af hlátri; “Lítið er ungs manns gaman”

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2014 kl. 15:35

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ógerningur að fallast á upplegg pistlahöfundar og ásakanir um fölsun í umræddu efni.

Þeir Fylkismenn eru bara að tala almennt. Segja má að Ísland hafi verið sameinað Noregi þarna í fyrndinni með einum eða öðrum hætti og í framhaldi segja þeir vilja endursameiningu á ákveðinn hátt o.s.frv.

Þetta er bara almennt um stöðuna. Það er ekkert endilega verið að segja að í fyrndinni hafi Ísland verið 20.fylki Noregs. Framsetningin er bara almenn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2014 kl. 16:23

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Síðast þegar Ísland varð "nýlenda" Noregs entist það ekki mjög lengi.  Aðeins þar til Noregur var hernuminn af Danaríki. 
Þannig gerðist það nú að danskir urðu herraþjóð forfeðra okkar. 
Vilja menn í alvöru endurtaka þetta ferli?

Kolbrún Hilmars, 11.8.2014 kl. 17:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er náttúrulega rétt ábending hjá Gunnari, að norski sjallaflokkurinn er allt öðru vísi en íslenski sjallaflokkurinn.

Það er stór plús.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2014 kl. 17:38

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari !

Kenndu flugfreyjan og jarðfræðineminn þér þetta söngl um Noreg ? ?

Hvort sem þú álýtur 1262 samninginn falsaðan eður ei þá er hann til í afriti.

Það er rétt sem Páll segir. Við höfum getað byggt sjálfstæðisaráttu okkar á 1262 samningnum við konunginn og mótuðust kröfur okkar á danska konungsveldið á þeim grunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2014 kl. 17:50

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo má ekki gleyma því að Noregur losaði sig undan yfirráðum Danmerkur á undan Íslandi.  Árið 1906 eða 1908 - en ÞÁ fylgdi Ísland ekki með í kaupunum. 
Það hefur mér alltaf þótt athygli vert...

Kolbrún Hilmars, 11.8.2014 kl. 18:25

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kolbrún.

Annað hvort var þeim ekki kunnugt um þennan konungssamning frá 1262 þegar þeir losuðu sig frá dönum, eða ekki viljað fá vandamálapakkann Ísland með í sjálfstæði sínu ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2014 kl. 18:28

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég myndi giska á hið síðara, PCS :)

En Fylkisflokkurinn trúir öðru.  Hann um það.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2014 kl. 18:37

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eg tek undir það ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2014 kl. 18:48

13 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín Kristjánsdóttir (kl. 15:35)!

Kaldhæðnislega - beinir þú orðum til mín / að þessu sinni fornvinkona góð.

Líttu í kringum þig - í þessu volaða samfélagi okkar - nafna.

Ekki minnist ég þess (f.1958) á uppvaxtarárum mínum - niður á Stokkseyri / né lengi framan af: að viðvarandi bjargar skortur væri slíkur í landinu - að viðvarandi aðstoðar hjálparsamtka þyrfti að njóta til þurfandi fólks - sem í okkar samtíma / nafna mín góð.

Finnst þér kannski - áfram bjóðandi sú misskipting og svívirða sem við nú upplifum: gagnvart fjölda samlanda okkar ?

Hugsanir Ómars Bjarka - og þeirra Gunnars Smára beinast að því að koma á almennilegu samfélagi á ný hér á landi - þó aðrar leiðir kjósi en ég / eins og oftsinnis hefir fram komið: bæði hér hjá Páli - sem og á minni síðu og annarrs staðar.

Sé ekki í neinu - að þeir Gunnar Smári né Ómar Bjarki þurfi neitt að fyrirverða sig fyrir / að tilheyra ekki einhverjum

þjóðernis Já- kór / margra annarra - svo sem.

Læt mér í léttu rúmi liggja - háð og spé í minn garð / en gremst fremur kögglakast gagnvart þeim öðrum sem raunveru lega kjósa almennilegar úrbætur - Íslendingum til handa.

Sem fyrr - læt ég vaðli Predikarans: sem öðrum sneiðum hans til mín með öllu ósvarað: sem um nokkra hríð áður - gott fólk.

Með - ekkert síðri kveðjum að öðru leyti: þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 20:47

14 Smámynd: Elle_

Alveg ótrúlegt að þú skulir hæla þessum mönnum.  Ómar K. hefur vaðið um bloggið árum saman og rifið landið á hol.  Og viljað gefa fullveldið og ríkissjóð heiminum.  Og þú segir hann vilja koma á almennilegu samfélagi. 

Elle_, 11.8.2014 kl. 21:09

15 identicon

Sæl - sem fyrr !

Elle !

Ég ætla Ómari Bjarka hið bezta - en ég tel hann fyrst fyllilega trúverðugan / hverfi hann frá trúnaðartrausti sínu - til vinstri gerpanna í ísl. stjórnmálum: reyndar.

Hið sama - ætla ég þeim / sem manna sig upp frá lotningunni fyrir miðju- moðs liði Sigmundar Davíðs og Bjarna - Elle mín.

Svo - ekkert fari á milli mála / fornvinkona góð.

En í öllu falli - ÚTILOKAÐ er: að búa við óbreytt ástand í landinu Elle !!!

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 21:35

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kolbrún, Noregur var undir Svíakonungi 1814-1905.

Og landráðahugsanir Gunnars Smára (ef hann er ekki bara að skemmta skrattanum) eru engu skárri en ruglið í Ómari Bjarka og Óskari Helga. Það r enaumast eyðandi orðum á þessa óra.

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 21:36

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er naumast eyðandi orðum á þessa óra.

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 21:37

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér mætir Óskar nefndur Helgi með yfirlýsingar sínar sem fyrr.

Hann er kannski loksins kominn til að upplýsa um hvaðan hann hefur tölur um hvað kostar að reisa íþróttahús jafnstórt í Hveragerði 95 sinnum ódýrar en Hveragerði reisti sér ?

Hann setti fram óumbeðinn, í allt annars kyns umræðu, þessa fullyrðingu sem margt annað um tíðina sem hann virðist sækja í einhver hugarfylgsni sín því ekki kannast nokkur verkfræðingur sem ég hefi spurt né byggingameistarar við að þetta kunni að vera á rökum reist hjá honum.

Óskar þessi Helgi var því spurður hvaðan þeir útreikningar hans, sem hann nefndi sjálfur tilsögunnar óumbeðinn, væru komnir og hvort hann væri ekki reiðubúinn að miðla þeim, enda spurning að bæjarfélög gætu þá leitað í viskusmiðju Óskars þessa nefnds Helga til að spara sér að byggja jafn dýrt og Hveragerði - gera það heldur 95 sinnum ódýrar með aðferðum þeim sem hann hefur séð fyrir sér í innstu skúmaskotum hugarfylgsnis síns.

En síðan hann var spurður um þessa visku, hefur hann ekki viljað svara, enda ekki líklegt að það sé hægt með þessa heims rökum sem fyrr er upplýst.

Ekki nóg með að hann vill ekki svara fyrir eigin fram setta visku, heldur tók hann þann pólinn að sneiða ómaklega að mér með yfirlýsingum ósönnum og ærumeiðandi sem hans er háttur um meiri menn en mig þó oftast.

Ég er þar í góðum félagsskap þó þeirra úthúðuðu , eða konungsfjölskylduyr breskar sem danskar fyrr og síðar, forsætisráðherrar vorir margir sem og byskupar allir og prófastar lífs sem liðnir þannig að ekki væsir um mig í þeim góða og gagnmerka og virðulega félagsskap sem hann skipar mér á bekk með.

Ég má kallast maður að meiri - miðað við það sem menn þekkja af Óskari þessum nefndum Helga af Óskari föður sínum ef að líkum lætur.

Guð blessi slíka og að Hann fái fjölmælendum slíkum að láta af slíkri iðju sinni sem hefur verið nefndur Hildiríðasona siður - illur þó.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2014 kl. 21:44

19 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Jón Valur !

ÓRAR þeirra - sem vilja viðhalda núverandi GLÆPASTJÓRNARFARI í landinu eru sýnu hættulegri / en hugmyndir ýmissa mannvina - til LÁGMARKS úrbóta / frá óþverranum - sem hér er ríkjandi í dag - fjölfræðingur góður.

Þannig að - við skulum sjá til / hverju fram vindur - Jón Valur.

Sízt lakari kveðjur - þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 21:46

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Valur, það er nú óþarfa nákvæmni að flækja málið með því að geta sænsku yfirráðanna á Noregi.

Og þó - hvað er traustvekjandi við herraþjóð sem týnir Íslandi í tvígang?

Kolbrún Hilmars, 11.8.2014 kl. 22:16

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki gleyma Kalmarsambandinu sem ísland var aðili að í gegnum Noreg.

Reyndar er það soldið þannig að margir íslendingar líkt og hafa ekki hugmynd um Kalmarsambandið. Það er eins og það sé aðeins minnst á það á hákólaleveli.

Þó það leystist upp með brotthvarfi Svía um 1500 - en Nojarar og danir voru áfram saman auk þeirra færeyinga og íslendinga. Og reyndist vel.

En megin straumar lágu auðvitað gegnum Danmörku eins og gefur að skilja.

Það er miklu skynsamlegra og rökréttara að prófa að tala við þá dani vini okkar og frændur. Þeir myndu hafa húmor fyrir þessu og hafa auk þess altaf verið velviljaðir íslendingum í hvívetna.

Eg er viss um að allur stúktúr eða tæki til að hafa Ísland í Ríkjasambandi við dani er til staðar hjá nefndum aðilum. Þeir væru enga stund að tengja hann.

Þá yrði öll megin heilbrigðisþjónusta frí og fólk fengi kaup fyrir að mennta sig. (að sjálfsögðu fer elítan að skjálfa þegar hún heyrir um þessi réttindi).

Að öðru leiti, og almennt séð, er merkilegt hve þjóðernisleg sjónarmið voru sterk hjá Spilverki Þjóðanna. Jú jú, í og með blandið háði - en meginþráðurinn er oft furðulega þjóðerniskenndur. Þannig var þetta í gamla daga. Þjóernisdraumsýn vaðandi uppi. Alveg langt fram á 8. áratuginn. Virkar soldið spúkí þegar tíminn líður. Þ.e.a.s. þetta innhverfa þjóernislega sjónarhorn eða sjónarmið. Hitt er svo önnur umræða, að Sigurður flytur þetta alveg frábærlega:

https://www.youtube.com/watch?v=NqDojJZnyiE

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2014 kl. 00:02

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öll saga Nöregs og Íslans á fyrri öldum er að sjálfsögðu löngu liðin og kemur aldrei aftur. Ef íslendingar kjósa að leggja niður sjálfstæði sitt og að landið gerist hluti af Noregi, þá er það að sjálfsögðu á valdi Norðamanna hvernig stjórnfyrir komulagi hér verður fyrir komið.Líklegast er að þeir líti til þess fyrirkomulags sem er í Noregi sjálfum.Ólíklegt er að þeir geri ísland að einu fylki .Þeir munu vilja halda tryggri byggð í landinu öllu.Austfirðir verða trú lega eitt fylki í Nöregi,ekki síst með tilliti til þess að Seyðisfjörður byggðist upp að miklum hluta að til stuðlan Norðmanna.Trúlega myndu Norðmenn samþykkja sameiningu.ekki síst með tilliti til þess sem það gæfi þeim varðandi Grænland í  framtíðinni.Norðmenn hafa ekki gleymt Grænlandi.Sameining á ekki að vera neitt vandamál og væri örugglega best fyrir íslendinga.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 02:58

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki síst myndi þetta styrkja mjög stöðu Norðmanna hvað snertir norðursloóðir yfir leitt.Skuldir íslendinga eru smáræði í þessu samhengi og hægt væri að ganga þsnnig frá hlutunum að íslendingar borguðu þær sjálfir.Það á að takst á tuttugu árum.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:05

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Flosi í Svínafelli lagði það til að rostinn í sunnlendingum yrði sleginn af í eittskipti fyrir öll, og ef með þyrfti yrði að brenna þá ynni, Það virðist ekki hafa dugað.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:13

25 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan á ekki að vera neitt vandamál tungmál. Norsk tunga er í raun ekki til.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:32

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt eru þetta draumórum sem byggast á því að einhverjir muni taka við skuldum íslendinga og borga fyrir okkur.Það mun ekki gerast.Hvort sem við leggjum niður sjálfstæðið eða ekki.Styrkur gjaldmiðils er eingöngu sá og verður hvort við getum borgað.Þótt Ísland afsali sér sjálfstæði  til ESB eða Noregs eru engar líkur á því að við getum eytt meira en við öflum.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 04:15

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski væri vitlegast að þeim sem dettur þetta í hug að þeir faæru til Grænlands og ræddu þetta við stjórnvöld í Nuuk.Ef íslendingargera þetta þá er öllum hugmindum Grænlendingaum sjálfstæði innan tuttugu ára hent út um gluggan 

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 07:42

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í mjög stuttu máli var sagan svona:

Um 700-900 kom hingað menn frá Noregi eða af norrænum uppruna.

Þessir aðilar töldu sig Norðmenn sem bjuggu á Íslandi.

Þeir sem bjuggu á Íslandi litu aldrei á sig sem sérstaka þjóð - enda ekki búið að finna það upp.

Ísland skiptist mikið í svæði eða landshluta og horfðu menn til þess miklu fremur en alls landsins.

Nú, svo var ákveðið að kóng skildi landið hafa og þá var nærtækast að hafa norska kóng enda allir höfðingjar handgengnir honum og bundir trúnaði sem kunnugt er. þetta var um 1250 og sú þróun stóð til loka 13. aldar. Aææt alveg eðlileg þróun og til góðs.

Um 1400 er síðan Kalmarsambandið stofnað Ísland verður hluti af veldi Margrétar Valdimars.

Við þetta færist þungamiðjan til Danmerkur og Danmörk verður smá saman höfuðborg Íslands og gluggi útí heiminn.

Við erum að tala um 1400-1900 sirka að Danmörk er aðal samstarfsland Ísland. 500 ár.

Það er í gegnum Danmörk sem rætur Íslands liggja sögulega og menningarlega. Ekki Noreg - nema þá þarna í fornöld. Það er Danmörk.

Frí heilbrigðisþjónusta og almenningur fær kaup fyrir að mennta sig.

Elítan farin að skjálfa og framsjallastóðið allt?

Það er alveg ótrúlegt að ísland geti ekki haft sama fyrirkomulag og þeir danir varðandi heilbrigðis- og menntakerfi.

Ástæðan er einföld. Elítan stelur öllum þessum peningum hér uppi í fásinni undirógnarstjórn framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2014 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband