Stríđ stćlir stráka - og stelpur

Stađalímyndir hermanna eftir stríđsţátttöku eru tvćr. Í fyrsta lagi bugađur mađur sem ekki fćr notiđ lífsins vegna erfiđra minninga frá víglínunni. Í öđru lagi siđleysinginn sem naut lífshćttunnar og er albúinn ađ hefja átök ađ nýju. Einstaklingar sem svara til stađalímyndanna eru ekki ţénanlegir borgaralegu samfélagi, eins og nćrri má geta. Ný rannsókn á ţýskum hermönnum sem ţjónuđu í Afganistan kippir stođum undan stađalímyndunum.

Tćp 70 prósent hermannanna, sem voru af báđum kynjum, segja stríđsreynsluna gera sig međvitađri; um 56 prósent sögđust kunnu betur ađ meta lífiđ og 43 prósent voru međ afslappađri lífsafstöđu en áđur.

Sumir stćltust ekki í stríđinu. Fjögur prósent hermannanna sögđu eftirstríđslífiđ framandi; sex prósent mynda ekki vináttu nema međ stríđsfélögum; tíu prósent drógu sig til hlés félagslega og ein 15 prósent urđu árásagjarnari.

Rannsóknin byggir á svörum 849 hermanna sem voru ađ međaltali fjóra mánuđi í Afganistan. Helmingur varđ fyrir óvinaárás og ţriđjungur tókst á viđ dauđa félaga.

Fjórđungur hermannanna taldi samband sitt viđ maka batna eftir herför en sama hlutfall ađ makasambandiđ vćri verra.

Ein 43 prósent hermannanna fannst skrifrćđiđ illţolanlegt eftir ţjónustu í víglínunni. Viđ erum jú ađ tala um Ţýskaland.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband