Vinstripólitík í vanda: Björt framtíð leiðir uppgjörið

Björt framtíð er stærsti vinstriflokkurinn með tæp 22 prósent fylgi. Samfylking kemur fimm prósentustigum neðar og Vg er með helminginn af fylgi Bjartar framtíðar.

Björt framtíð er mildríður íslenskra stjórnmála, vill engan styggja og starfar bæði til vinstri og hægri, eins og kom á daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Sterkt fylgi við Bjarta framtíð lýsir andúð kjósenda á öfgapólitík Samfylkingar (ESB-aðild eða dauðinn) og hatursorðræðu Vg, sem einkum er í boði varaformannsins. 


mbl.is Fylgi Framsóknar eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Og Sjálfstæðisflokkurinn dalar og ríkisstjórnin líka, þú gleymdir að nefna það.

Hjörtur Herbertsson, 7.8.2014 kl. 14:44

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mikið fylgi BF og SF - það er auðvitð ekkert merki um neitt annað en það, að Jafnaðarmenn hafa um 40% fylgi í landinu hérna.

Þið framsóknarskussar eruð með hvað? Eitthvað um 10%!

Svo ætlið þið að fara að ráðskast hér með mál og berja almúgann!

Þið ættuð nú að fara varlega í það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2014 kl. 15:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað varð um kenninguna fyrir síðustu kosningar að Björt framtíð væri útibú frá Samfylkingunni og þeir í raun sami flokkurinn? Þarf þá ekki að leggja fylgi þeirra saman. Eða er sú kenning ekki lengur brúkleg á vogarskálum illgirninnar?

Megum við eiga von á færslu um horfið fylgi Framsóknar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2014 kl. 16:01

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Björt framtíð er útibú Samfylkingar enda þannig komin til. Björt framtíð er á hinn bóginn komin með flokksapparat sem þarf að þjónusta með aðkomu að valdastöðum. Þegar Björt framtíð kemst upp á lagið með að njóta valdanna, sem hún virðist þegar hafa gert, verður ekki lengur sjálfsagt að BF halli sér að Samfylkingunni, - þótt leikurinn hafi verið til þess gerður.

Páll Vilhjálmsson, 7.8.2014 kl. 16:47

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari !

Áður þú geysist um bloggið með nýjar keilur og fullyrðingar vafasamar - er ekki rétt að þú svarir fyrir fyrri fullyrðingar þínar og viðurkennir sem ranga sleggjudóma eða færir rök fyrir þeim eins og marg ítrekað er búið að biðja þig um ?

Er kannski til of mikils mælst að þú standir við digurbarkalegar yfirlýsingar þínar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2014 kl. 18:11

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi er hér um að ræða yfirlýsingar eða digurbarkalegar um mitt mál almenn og heilt yfir.

Eg lýsi og fjalla fyrst og fremst um staðreyndir og kem því m.a á framfæri hverslags óbermi hægri menn geta verið gagnvart almúganum og ennnfremur dreg ég það fram að það þurfi ekki að koma fólki neitt á óvart því hægrimenn hafa langa sögu á Íslandi í ví að berjast gegn öllum lágmarksréttindum almennings.

Má td. bara nefna Vökulögin. Hægri menn á móti!

Margir hægrimenn töluðu gegn lágmarkshvíldartíma fyrir sjómenn! Voru á móti því að sjómenn fengju lögbundin svefntíma. Það þýddi að hægt var að neyða menn til vaka - jafnvel sólarhringum saman.

Ok. hversu mikið óbermi geta hægri menn verið?

Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2014 kl. 18:47

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar sannar enn að möntrusönglari flugfreyjunnar og jarðfræðinemans er hann sannastur meðal jafningja sinna.

Hann slær um sig með lærðri möntrunni, en spurður um rök fyrir staðhæfingum sínum þá verður fátt - reyndar ekkert um svör. Þau eru auðvitað ekki til þegar um órökstudda sleggjudóma göturæsisins er um að ræða.

Annar er ég hissa á flugfreyjunni og jarðfræðinemanum og meðreiðarsveinum þeirra að þau skyldu ekki búa til möntrusvar fyrir sönglara sína eins og Ómar svo hann gæti svarað á þeirra hátt, því þeim tókst ávallt að færa rök fyrir því að hvítt væri í raun svart. Þessu trúðu þau sjálf sem og sönglarar þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2014 kl. 19:43

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er einn íslenskur jafnaðarmaður sem er á þeirri skoðun að samfélagi sé best borgið með eins mikklum jöfnuði manna á millum og kostur er á hverjum tíma eftir aðstæðum.

Til að ná þessum jöfnuði eða í raun það að hafa jafnaðarprinsipp sem leiðarljós o.s.frv. (því óraunsætt er að ætla að fullkominn 100% jöfnuður náist miðað við aðstæður á okkar dögum.) - þá er best eða effektífast að beita skatta- og bótakerfinu með einum eða öðrum hætti.

Í framhaldi þarf svo að útdeila skatti á sem jafnaðarlegasta hátt og á stundum hreinlega til að má út ójafnað elítunnar og framsjalla.

Danmörk hefur náð mun lengra í þessu. Danir hafa unnið meira í hag almúgans heldur enn Ísland nokkurntíman.

Ísland hefur feilað að byggja upp samfélagið með jöfnuð sem prinsipp. Það er fyrst og fremst framsjöllum að kenna og ekki síst öfgamönnum allrahanda sem eru klappstýrur þeirra o.þ.h.

Þessvegna tel eg og skynsamlegt að leita þegar í stað til þeirra dana og prófa að spurja hvort þeir fáist til að takavið Íslandi aftur.

Ekkert væri betra fyrir alþýðu manna en að hefðu hér hönd í bagga sem fyrrum.

En að sjálfsögðu er elítunni og ofsaöflum og klíkum þeim að baki ekkert gefið um það. Þau vilja fá að hafa áfram frjálsar hendur til að berja á almúganum og færa fjármuni frá almenningi undir elíturassa.

Ofanskrifað eru allt einfaldar staðreyndir máls.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2014 kl. 22:37

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglar !

Hvar varstu frá febrúar 2009 þar til í síðustu þngkosningum ? ? Á Suðurskautslandinu þar sem ekki næst til fréttamiðla ? Flugfreyjan sannaði með ríkisstjórn sinni rækilega að það sem þú sönglar er ekki að virka !

Opnaðu augun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2014 kl. 23:00

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Litla LANDRÁÐAFYLKINGIN (Björt Framtíð) byrjaði sem útibú frá LANDRÁÐAFYLKINGUNNI en er nú stærri en móðurflokkurinn svo það fer að verða spurningin hvor flokkurinn er í móðurhlutverkinu????

Jóhann Elíasson, 8.8.2014 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband