Vinstristjórnarskráin rannsóknarefni vegna mistaka

Vinstristjórnarskráin, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stóð fyrir í gegnum stjórnlagaráð, mistókst vegna lélegs undirbúnings, takmarkaðs umboðs, óljósra markmiða og lítils almenns stuðnings.

Þetta eru meginniðurstöður bandaríska prófessorsins Hélène Landemor sem Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í lengri útgáfu á ensku í fræðitímariti og styttri í Slate.

Í einni setningu er niðurstaðan þessi: vinstrimenn eru of takmarkaður hópur til geta sett saman nothæfa stjórnarskrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af þeim 13 stjórnlagaráðsfulltrúum af 25, sem höfðu áður tengst stjórnmálaflokkum, voru 4 sem höfðu verið í framboði fyrir eða starfað í Sjálfstæðisflokknum, 2, sem tengdust Framsóknarflokknum á sama hátt, 4 sem tengdust Samfylkingunni, 2 sem tengdust Vg og einn sem tengdist Frjálslynda flokknum.

Sem sagt: Nokkur veginn þau hlutföll og höfðu verið síðan 1999 í íslenskum stjórnmálum.

Ómar Ragnarsson, 4.8.2014 kl. 13:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymdu ekki Ómar að Afgangurinn (12) hefur á margvíslegum vettvangi lýst sínum vinstri skoðunum svo eftir hefur verið tekið.

Ragnhildur Kolka, 4.8.2014 kl. 13:54

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takmarkað umboð!
Þurfti þessi hópur sérlegt umboð frá einhverjum öðrum en þeim sem skipaði hann?

Ragnhildur Kolka: Er stjórnarskrá Íslands eitthvert sértækt búsgagn fyrir hægri menn?

Þessi hópur var valinn í almennri kosningu af kjósendum. Kosningin var kærð og dæmd ólögmæt vegna galla í framkvæmd án þess að nokkrar getur hefðu verið leiddar að svikum af nokkrum toga.
Auðvitað höfðu kjósendur litlar mætur á sjálfstæðismönnum við val í svona viðkvæmt verkefni í samfélagslegu tilliti.
Gat það öðruvísi farið þegar kosningin var óflokksbundin?
Þarna var til dæmis unnið með ákvæði um sameiginlegar auðlindir okkar.
Varla var við því að búast að þjóðin kærði sig um að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn yrðu mikið með puttana í því, minnug þess hvernig komið er með aflaheimildir og nýtingu fiskistofnanna. 

Árni Gunnarsson, 4.8.2014 kl. 15:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftir öll hrikalegu lögbrotin, sem vörðuðu veginn að þessari tillögu hins ólögmæta "stjórnlagaráðs" um "stjórnarskrá", kom ESB-meðvirknin og vinstrivillustefnan berlega í ljós. "Ráðið", þótt lögmætt hefði verið (og var það alls ekki) fór algerlega offari með því að búa til heila nýja stjórnarskrá, sem því var alls ekki falið að gera, hvorki af þingmönnunum 30, sem bjuggu það til með lögbroti, né skv. þeim línum sem lagðar höfðu verið af Þjóðfundinum. Og sá Þjóðfundur 950 slembiúrtaks-fulltrúa úr þjóðinni ætlaðist til þess, að fullveldi lýðveldisins væri meðal heztu grundvallargilda sem standa bæri vörð um í stjórnarskrá landsins. Öðruvísi fór það hjá Brusselvininum Þorvaldi Gylfasyni og viðhlæjendum hans!!

Jón Valur Jensson, 4.8.2014 kl. 15:45

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Skemmdarfíkn og valdagræðgi "hægri manna" á Íslandi eru fá takmörk sett. Enda gerðu menn eins og Páll Vilhjálmsson allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá væri samin á Íslandi.

Dómarar hæstaréttar Íslands tóku málstað hins hægra valds á Íslandi og dæmdu eftir því. Eins og sjá má hérna.

Hvað svar Jóns Vals varðar. Þá er það þvæla eins og hann sjálfur.

Jón Frímann Jónsson, 4.8.2014 kl. 22:00

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Frímann !

Ég hafði áhyggjur lengi af málflutningi þínum, nú er ég algerlega gáttaður á þér ! Þú hlýtur annað hvort að vera á allt of sterkum lyfjum, eða að þig vanti slík ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband