Gössur slúðrar til ófriðar í ríkisstjórnarflokkum

Gísli Baldvinsson, öðru nafni Gössur, er blogglúður Össurar Skarphéðinssonar. Í kvöld slúðrar Gössur, samkvæmt heimildum Gróu á Leiti, um seðlabankastjóra.

Niðurlagið í slúðrinu er hannað til að valda úlfúð í röðum þingflokka ríkisstjórnarinnar. Þar segir

Heimildir segja einnig að það eigi eftir að fjalla um þetta í þingflokkum stjórnarflokkana einungis þröngur hópur viti um handsalið.

Þegar þingmenn og helsta stuðningslið stjórnarinnar fá ávæning af plotti af þessari gerðinni eru gemsarnir rifnir upp til að afla frétta og taugatitringur vex.

Snjallt hjá Gössuri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Páll veit kannski að Gísli bauð sig fram í Kópavogi fyrir Vg og félagshyggjumenn! Hef nú fylgst með skrifum Gísla og ekki séð að hann sé sérstök málpípa Össurar eða annarra ráðamanna í Samfylkingunni.  En eins og Páll segir og skv. skrifum hans þá er örugglega gott fyrir Sigmund að hafa Pál tiltækan að gera lítið úr öllum sem leyfa sér að gagnrýna höfðingjan SDG eða Bjarna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.7.2014 kl. 22:58

2 Smámynd: Elle_

Alveg með ólíkindum hvað þú, Magnús, verð allt sem kemur frá samfóliðinu.  Væri ekki hollara fyrir þig að fara að skoða óheilindin og þvæluna sem kemur þaðan?

Elle_, 21.7.2014 kl. 00:09

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Aææir sem hafa fylgst með skrifum Gísla um langa hríð vita að Páll hefur rétt fyrir sér, óháð vesalings flokki þeim sem hann kann að hafa boðið sig fram með !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.7.2014 kl. 01:41

4 Smámynd: Baldinn

Furðuleg skrif hjá manni sem segist vera blaðamaður

Baldinn, 21.7.2014 kl. 09:24

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vá, hvað ég vorkenni Páli og liðinu hans hér. En það réttlætir samt ekki lýgina og þvæluna sem Páll leyfir sér. Gísli var virkur Sjálfstæðisflokksmaður á unga aldri og var núna á lista VG í Kópavogi. Þessi samsæriskenning Páls er hreinni rógur, lýgi og þvæla eins og margar aðrar slíkar sem frá honum koma.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.7.2014 kl. 10:15

6 Smámynd: Elle_

Liðinu hans, Helgi?  Gísli skrifar oft eins og Össur og verjandi Össurar og hans liðs.  Það gerið þið Magnús líka (eruð þið í liðinu hans?).  Það finnst mér alltaf næstum eins merkilegt og þegar Jóhanna sagðist vera að moka eftir aðra stjórnmálamenn.

Elle_, 21.7.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband