Utanríkisráðherra Breta: yfirgefum ESB

Ef Evrópusambandið verður ekki stokkað upp eiga Bretar að yfirgefa sambandið, segir nýr utanríkisráðherra Bretlands, Philip Hammond. Hann segir nauðsynlegt að fá tilbaka fullveldi þjóða og að Evrópusambandið eigi aðeins að fara með þau mál sem eru þjóðríkjum ofviða.

Hammond talar fyrir gerbreyttu Evrópusambandi, nánast fríverslunarbandalagi, á meðan ráðandi viðhorf í Brussel er að stóraukinn samruna þurfi til að festa ESB í sessi og treysta evru-samstarfið.

Hammond, á hinn bóginn, vill nýtt fyrirkomulag innan Evrópusambandið sem tekur tillit til þeirra aðildarríkja, þau eru tíu, sem ekki eru í evru-samstarfinu. En það er óvart opinber stefna ESB að allar aðildarþjóðir taki upp evru og fórni þjóðargjaldmiðli.

Með öðrum orðum: nýr utanríkisráðherra Bretlands segir á opinberum vettvangi að Bretar séu á leiðinni út úr Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband