ESB-sinnar viðskila við veruleikann

ESB-umsóknin var í fimm ár helsta pólitíska umræðuefnið hér á landi. Á þeim tíma var aldrei meirihlutavilji, hvorki á alþingimeðal almennings, fyrir því að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu.

Samfylkingin, sem miðstöð ESB-sinna, reyndi ýmsar útgáfur af ESB-stefnunni, s..s ,,kíkja í pakkann," og ,,viðræðustefnu" í stað aðildarstefnu. En allt án árangurs. Viðræðustefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. beið skipbrot 2011 þegar ESB neitaði að opna viðræður um sjávarútvegsmál nema Ísland staðfesti að landið væri í aðlögunarferli inni í ESB með því að breyta fiskveiðistefnu sinni til samræmis við stefnu ð'ESB.

Í stefnumótunarræðu Junckers , forseta framkvæmdastjórnar ESB til næstu fimm ára, segir að Evrópusambandið muni ekki taka við nýjum aðildarríkjum næstu fimm árin. Sumir ESB-sinnar, t.d. Stefán Ólafsson, gripu tækifærið fegins hendi og töldu að núna mætti hætta að ræða ESB-umsóknina í hálfan áratug og meta stöðu og framtíðarhorfur ESB.

Stefán er undantekningin sem sannar regluna um að ESB-sinnar á Íslandi eru algerlega viðskila við veruleikann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar notar yfirlýsingu Junckers til að herja á ríkisstjórn Íslands fyrir að hafa ,,sett umsóknina í uppnám." Árni Páll þykist ekki vita að það var ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sem lagði ESB-umsóknina formlega á ís, þ.e. með sérstakri ríkisstjórnarsamþykkt, í aðdraganda þingkosninganna 2013.

Fréttablaðið, undir ritstjórn Ólafs Stephensen, er helsta málgagn ESB-sinna. Á forsíðuuppslætti í dag er haft eftir sendiráði ESB á Íslandi að yfirlýsing Juncker fyrir þrem dögum væri ómarktæk: Aðildarviðræður gætu hafist á ný, segir í fyrirsögn málgagnsins. Fyrirsögnin staðfestir að engar viðræður eru í gangi milli Íslands og ESB.

Í meginmáli fréttarinnar segir á hinn bóginn:

Því mætti líta á yfirlýsingu Junkers í Evrópuþinginu sem pólitíska yfirlýsingu, byggða á raunsæju mati á stöðu þeirra viðræðna sem í gangi eru.

Hvaða viðræður eru í gangi? Alls engar og hafa ekki verið í þrjú ár.

ESB-sinnar vilja ekki skilja að til að Ísland taki upp þráðinn þar sem frá var horfið 2011 verður að koma til nýr meirihluti á alþingi, ný ríkisstjórn og afgerandi vilji þjóðarinnar til að ganga í Evrópusambandið. Ekkert af þessu gerist í fyrirsjáanlegri framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

páll - ef þú ert viss um að almenningur vilji ekki í esb þá er óþarfi fyrir þig (og aðra nei sinna) að hafa áhyggjur

Rafn Guðmundsson, 18.7.2014 kl. 12:27

2 Smámynd: Baldinn

Það er og hefur verið mikill meirihluti fyrir því að klára aðildarviðræðurnar.  Sjálfstæðismenn lofuðu að þjóðin fengi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.  Páll þú veist þetta örugglega

Baldinn, 18.7.2014 kl. 13:42

3 identicon

Bíddu nú við, af hverju á ekki að ræða við ESB.  Ísland, sem einokaði fiskinn í kringum Ísland og klagaði alla fyrir ofveiði.  Er búinn að þurrausa sjóinn í kringum landið.  Nú eru miðin við Noreg, ekki Ísland.  Náttúran, sem verður að vernda er helsta aðdráttarafl Íslendinga til að laða að sér túrista sem ganga um landið á skítugum skónum.

Íslendingar, eru Íslandi verstir ... andstaða Íslendinga við ESB, er ekki til að vernda land og þjóð.  Heldur til að tryggja einokun, og forðast samkeppni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 15:10

4 Smámynd: Snorri Hansson

Bjarne - getur verið að þú hafir farið vegg megin frammúr?

Snorri Hansson, 19.7.2014 kl. 16:44

5 Smámynd: Elle_

Hvaða viðræður er Baldinn að tala um?  Hvað vill hann ræða?  Hina skilyrðislausu upptöku erlendra laga, yfirtöku?  Og hvaða vernd er Bjarne að tala um?  Og hver er hræddur, Rafn?

Elle_, 20.7.2014 kl. 12:51

6 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu, Rafn, ég hafði vanist að þú værir að halda fram að fólk væri hrætt við niðurstöðun.

Elle_, 20.7.2014 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband