Trú og stríđslöngun

Stríđ kalla til sín sérstakar manngerđir sem finna sér hćfilegan vettvang ţar sem barist er upp á líf og dauđa. Fyrir slíkum mönnum er stríđ íţrótt.  Í annan stađ eru stríđ oft háđ međ trúarsannfćringu. Ólafur Haraldsson Noregskonungur, sem fékk viđurnefniđ ,,helgi" eftir Stiklastađaorustu, var trúarstríđsmađur.

Skömmu fyrir Stiklastađaorustu bauđst Ólafi liđssinni glćpamanna sem ólmir vildu reyna sig í hernađi. Sannkristinn Ólafur sá ekkert ţví til fyrirstöđu ađ taka í sína ţjónustu stigamenn og bauđ ţeim virđingarstöđu í sínu liđ. En ţó setti konungur eitt ófrávíkjanlegt skilyrđi; stríđshneigđu ofbeldismennirnir yrđu ađ taka kristna trú áđur en ţeir fengju ađ berjast í nafni konungs.

Misindismennirnir, ţeir Gauka-Ţórir og Afra-Fasti, segjast hvorki heiđnir né kristnir heldur trúa á afl sitt og árćđi. Konungur bađ ţá vel ađ lifa.

Gauka-Ţórir og Afra-Fasti eru sólgnir í stríđ og reyna aftur ađ fá inni í herliđi Ólafs. Ţeim er hafnađ međ sömu rökum og áđur. Afra-Fasti segir viđ félaga sinn ađ ţeir geti sem best gengiđ í liđ andstćđinga konungs. 

Ţá svarar Gauka-Ţórir: ,,Ef eg skal til orustu fara ţá vil eg konungi liđ veita ţví ađ honum er liđs ţörf meiri. En ef eg skal á guđ nokkuđ trúa, hvađ er mér verra ađ trúa á Hvíta-Krist en á annađ gođ? Nú er ţađ mitt ráđ ađ vér látum skírast ef konungi ţykir miklu máli skipta, förum ţá síđan til orustu međ honum."

Trúleysinginn Gauka-Ţórir vill í veikara liđiđ til ađ fá meiri áskorun í orustunni. Kristur er í huga Gauka-Ţóris eins og hvert annađ gođ. Ef ađgöngumiđinn í orustuna er skírn er hann ódýr ţeim trúlausa.

Félagarnir Gauka-Ţórir og Afra-Fasti játuđu kristni og héldu til orustu sem tapađist. Merking frásagnarinnar er gagnólík eftir ţví hvort hana les trúmađur eđa trúleysingi. En hvorttveggja trúarlegur lestur og veraldlegur gefur til kynna ađ sumir eru ekki í rónni nema ţeir komist í orustu ef stríđ er í bođi.

Frásögnin af félögunum er í kafla 201 og 204 í Ólafs sögu helga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kćri Páll. Já frásögnin um Stiklarstađaorrustuna er í ţessu samhengi merkileg lesning.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 10:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ferđaţreyttur hugur minn er ađ pćla. Ekki eins og enginn hafi pćlt í ţví áđur. Ađ menn sem ólmir vilja afmá ţjóđríki sem sjálfstćđa einingu,sem mynda eitt stórt ţjóđríki heillar álfu,séu ekki persónuleika náskyldir ţessum stríđs,ástríđumönnum,en beita bara ekki sömu bráđdrepandi vopnum.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2014 kl. 14:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband