Vextir í litlu landi og stöðugleiki evru-kreppunnar

Stór hluti landa evrulandanna er í kreppu og búinn að vera frá 2008. Stýrivextir á evru-svæðinu eru 0,25%, verðbólga er 0,5%, sem er rétt við verðhjöðnun, hagvöxtur víðast hvar er undir einu prósenti en atvinnuleysi að meðaltali 12 prósent.

Á Íslandi er staðan allt önnur; við  búum við hagvöxt, lítið atvinnuleysi og heilbrigða vexti. Við tókum hratt út kreppuna, á 12-18 mánuðum, ekki síst vegna þess að við búum við eigin gjaldmiðil og vextir miðast við íslenskar aðstæður.

Reynslurök síðustu ára styðja eindregið þá niðurstöðu að miðlægir vextir á evru-svæðinu valda meiri skaða en hagnaði meðal þeirra 18 ríkja sem styðjast við evruna.

Bretland, sem er stórt hagkerfi á evrópska vísu og með sjálfstæðan gjaldmiðil, kemur mun fyrr út úr kreppu en evru-löndin. Í Bretlandi er atvinnuleysi komið niður í rúm 7 prósent. Umræðan í Bretlandi hverfist um hvernig hægt sé að koma vöxtum upp í heilbrigt hlutfall, eða í kringum fimm prósent.

Stóru hagkerfin í heiminum, bæði austan hafs og vestan, gripu til örþrifaráða eftir kreppu, keyrðu vexti niður og pumpuðu peningum inn í fjármálakerfið í þeirri von að þeir skiluðu sér til raunhagkerfisins og lækkuðu atvinnuleysi og ykju hagvöxt. 

Eignabólur á hlutabréfa- og fasteignamarkaði eru afleiðingar af óhefðbundnum aðferðum seðlabanka beggja vegna Atlantsála við að berjast gegn kreppunni ásamt þenslu. Þensla í nýmarkaðsríkjum er rakin til þess að ódýrir peningar frá vesturlöndum leituðu þangað eftir ávöxtun. Hagvöxtur er almennt veikur á vesturlöndum og jafnt og þétt eykst óttinn við að seðlabankar eigi ekki lengur skotfæri til að verja vestræn hagkerfi höggum. Fyrr en seinna koma högg frá nýmarkaðsríkjum þegar þau bregðast við fjárþurrð eftir því sem dregur úr framboði ódýrra peninga.

Við þessar kringumstæður er heppilegt að vextir á Íslandi eru ákveðnir í Reykjavík en ekki Brussel.

 


mbl.is Bjartsýnn á hagvaxtarhorfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband