Píratar eru latir vælukjóar

Um daginn kvartaði þingmaður Pírata yfir því að þurfa lesa skýrslur en hafa ekki aðstoðarmenn til þess. Annar Pírati, sem þó situr á þingi fyrir Bjarta framtíð, viðurkenndi að nálgast ESB-umræðuna á sömu forsendum og þeir sem kynna sér bókmenntir með lestri auglýsingatexta. Í dag kvartar þingmaður Pírata yfir skömmum fyrirvara á umræðu um afglöp stjórnenda sparisjóðanna. 

Píratar eru latir vælukjóar sem nenna ekki að vinna en vilja samt fá borgað.

Í gamla daga var svoleiðis fólk kallað einskins nýtt hyski en nú eru þetta þingmenn. Að þjóðin skuli leyfa þetta sýnir óendanlegt umburðalyndi okkar og ríkidæmi. 


mbl.is Reif 10.000-kalla í sundur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjálfur ertu væntanlega búinn að lesa skýrsluna spjaldanna á milli...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2014 kl. 18:07

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef ég væri þingmaður, Guðmundur, og tæki ég þátt í umræðu á hinu háa alþingi þá væri ég búinn að kynna mér innihald skýrslunnar.

Páll Vilhjálmsson, 11.4.2014 kl. 18:24

3 identicon

Virkilega, værir þú búin að kynna þér innihald 2019 blaðsíðna skýrslu á þann hátt að þú gætir átt málefnalega umræðu um hana á innan við sólarhringi á meðan þú sinnir öllum öðrum þáttum vinnu þinnar og einkalífs?

Mundu, þetta er ekki sagnfræði.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 19:28

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, þetta er ekki sagnfræði, og ég er ekki píratadimmwitt á alþingi.

Páll Vilhjálmsson, 11.4.2014 kl. 19:46

5 identicon

Frábært þegar fólk forðast það að svara spurningum og byrjar á persónulegum árásum í staðin.

Bara ekki fara of langt með það, ég býst við að þú hafir kynnt þér lög um meiðyrði nýlega.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 20:03

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Góður, Elfar Aðalsteinn.

Páll Vilhjálmsson, 11.4.2014 kl. 20:48

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kosta aðstoðarmenn ekki pening,? Því frekar sem allir 63 þyrftu að fá þjónustu þeirra. Það er eins og mig grunaði,þetta var einungis umræða um málið og Alþingi hefur öll tækifæri til að bregðast við síðar,að sögn Illuga. Jón Þór vill auðvitað láta að sér kveða, og byrjaði þingmennsku sína með mótþróa gegn aldagamalli hefð,að ávarpa þingmenn “hátt og hæstvirta”.Kjósendur eru almennt á því að við þörfnumst ekki svona margra þingmanna,allra síst þeirra sem geta ekki tjáð sig nema með leikrænum tilburðum.Hinn þögli almenni borgari elur þá von í brjósti,að næsta kynslóð alþingismanna,hefji störf sín með gleði í hjarta og metnaði í að þjóna fósturjörðinni sem mest og best þeir geta.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2014 kl. 01:12

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðuhaldari hefði semsagt lesið u.þ.b. 2000 blaðsíður, undirbúið sig fyrir að vera umræðuhæfur um innihald þeirra og tekið sér lögboðinn hvíldartíma.

Allt þetta hefði síðuhaldari afrekað á sólarhring, væri hann bara þingmaður.

Ég biðst velvirðingar á að hafa ekki áður gert mér grein fyrir því að síðuhaldari væri búinn slíkum ofurmannlegum eiginlegum og getu.

En hvers vegna er þá síðuhaldari ekki þingmaður?

Það er alveg ljóst að þingheimur þarf á slíkum ofurkröftum að halda...

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2014 kl. 01:43

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Síðuhaldari er oft ágætur, en skaut sig dálítið i fótinn að þessu sinni.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2014 kl. 03:13

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svona upp undir nara, eða þar um bil.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2014 kl. 03:14

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gaman að gríninu, Guðmundur. Til að undirbúa sig undir umræðu um skýrsluna þarf tvennt: að þekkja efni skýrslunnar, sem vel er hægt að gera á fáeinum klst. með skilvirkum lestri - að því gefnu að menn þekki til forsögunnar. Í öðru lagi þarf maður að hafa skoðun á hvaða erindi efni skýrslunnar á í pólitíska umræðu.

Píratar eru of latir til að kynna sér efni skýrslunnar og þeir hafa tæplega hugmynd um hvaða erindi þeir sjálfir hafa í pólitík, hvað þá að þeir séu með ígrundaða afstöðu til fjármálastofnana. Og þess vegna búa þeir til uppákomu eins og rífa í sundur peningaseðla, líma þá saman á ný og gefa góðgerðastofnun. Þetta er pólitískur fávitaháttur.

Páll Vilhjálmsson, 12.4.2014 kl. 09:16

12 Smámynd: Hörður Einarsson

Ef ég skil svar Páls Vilhjálmssonar í lið 2 rétt þá myndi ég telja að það tæki ekki langann tíma að lesa samantektina í skýrslunni, ef skýrslan er sæmilega unnin, og þá væri hægt að fara á stað með umræður. 

Hörður Einarsson, 12.4.2014 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband