Dollaraprófið á laumu ESB-sinna

ESB-sinnar klæðast einatt dulbúningi, kalla sig viðræðusinna, kíkja-í-pakkann-sinna eða þjóðaratkvæðagreiðslu-sinna.  Eitt dulargervið er evru-sinni, en það eru þeir sem segja að ESB-aðild með evru í stað krónu sé eina færa leiðin í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar.

Evru-sinnar hafa kolrangt fyrir sér.  Eins og reynslan sýnir þá virkar evran ekki fyrir jaðarþjóðir ESB. Ríki eins og Írland, Grikkland og Portúgal tapa á gjaldmiðlasamstarfi við stóru meginlandsþjóðirnar.

Í hagfræðibókmenntum er ekki að finna uppskrift að stærð hagkvæmra gjaldmiðlasvæða. Því eru stærðarrökin ekki fræðilega undirbyggð.

En ef það er svo að Ísland er of lítið myntsvæði og/eða Íslendingar geti ekki rekið sjálfstæðan gjaldmiðil þá er evran ekki fyrsti kostur okkur, sé tekið mið af út- og innflutningsverslun þjóðarinnar.

Frosti Sigurjónsson bendir á að útflutningur frá Íslandi er tvöfalt meiri í dollurum en evrum. Innflutningur er einnig meiri í dollurum en evru.

Dollaraprófið í ESB-umræðunni er að bjóða laumu ESB-sinnum, sem kalla sig evru-sinna, upp á að setja dollaravæðingu á dagskrá gjaldmiðlaumræðunnar. Flestir evru-sinnar falla á þessu prófi enda eru þeir í raun ekki áhugasamir um gjaldmiðla heldur hugsa um það eitt að gera Ísland að ESB-ríki, - með öllum tiltækum ráðum og blekkingum ef ekki vill betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samkvæmt EES-samningnum, er verðtrygging á neytendalán ólögleg samkvæmt reglum EES, frá árinu 2001, ef ég man rétt.

Það eru ekki til nein verðtryggð verklýðsfélagsfélags-samþykkt lágmarkslaun á Íslandi. Enda er verðtrygging ekki neytenda-lögleg, þó banka/fjármála-ræningjastofnanir fái að stunda ólöglega okurverðtryggða okurvaxta-starfsemi á Íslandi. Dómstólar, eins og þeir eru notaðir í dag á Íslandi, eru einungis stimpilpúðar glæpamafíu heimsveldis-bankaræningjanna ofurlaunuðu.

Lífeyrissjóðir (launaóverðtryggðir) verkafólks á Íslandi eru tómir!

En ekki eru lífeyrissjóðir verðtryggðra ofurlauna-embættisfólksins tómir?

Hvers vegna er opinbera rándýra "réttlætið" dóm-kirkju-dauðadóms-stýrða, svona gífurlega samfélags-vanhæfnisþroska-stýrt? 

Hvað er Ísland búið að tilheyra EES í mörg ár, án þess að reglur EES um verðtryggð neytendalán hafi verið virt í verki, af bönkum og stjórnsýslu á Íslandi?

Þeir sem auglýsa ESB-aðild sem lausn á réttindum almennings gagnvart bönkum og öðrum glæpafjármála-stjórnsýslufyrirtækjum, eru samfélags-siðblindir og ofurlaunaðir blekkingarmeistarar. Og eru jafnvel lygarar, sem ekki taka neina samfélagslega né stjórnarskrárskylduga ábyrgð, á mafíustýrðum áróðri sínum.

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, er æðri öllum stjórnsýslu-afbrotum, fjölmiðlastýrðum áróðri, og blekkingar-ólögum spilltrar stjórnsýslu Íslands.

Brot á stjórnarskrá, ógildir ekki stjórnarskrá. Brot á stjórnarskrá, ógildir þá sem brjóta stjórnarskrána.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2014 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband