Í samningum við ESB er aðeins eitt í boði

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og sú leið heitir aðlögun. Aðlögun felur í sér að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk ESB á meðan á ferlinu stendur. Í útgáfu ESB á aðlögunarferlinu segir á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.


Á íslensku: Hugtakið ,,viðræður" getur verið misvísandi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á því hvernig umsóknarríki aðlagar sig að reglum ESB - sem telja 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig kallaðar acquis, sem er franska og þýðir ,,það sem hefur verið samþykkt) er ekki hægt að semja um.

ESB-sinnar á Íslandi vilja ekki skilja einföldustu atriðin í Evrópuumræðunni og helst af öllu vilja þeir að andstæðingar aðildar tileinki sér valkvæða heimsku ESB-sinna.

Í samningum við ESB er aðeins eitt í boði: aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is ESB er og verður deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er viss um að til sé á pappír að jörðin sé flöt. er ekki bara fínt að klára samninginn og sjá svo?

Rafn Guðmundsson, 14.1.2014 kl. 19:58

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hefur magoft komið fram að við höfum ekki breytt neinum lögum vegna ESB umsókninnnar.

Við höfum breytt lögum í gegnum EES samninginum síðan 1994. Eða í 20ár.

NEI sinnar meiga kalla það aðlögunun en almenningur sér í gegnum svona reyksprengjur....   enda vill meirihluti þjóðarinnar fá að sjá samnigninn og það er ljóst að Gunnar Bragi er hræddur við vilja þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 20:06

3 Smámynd: rhansen

Rafn ,skilurðu ekki það sem Páll skrifar ? ef þessi er almennt skilningur ESB  sinna ,þá Guð hjálpi okkur !!

rhansen, 14.1.2014 kl. 20:11

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Erum við ekki að gleyma því að aðrir hlutir eru líka ræddir? Eftirfarandi kemur af vef sambandsins.

Other issues discussed:

financial arrangements (such as how much the new member is likely to pay into and receive from the EU budget (in the form of transfers)

transitional arrangements – sometimes certain rules are phased in gradually, to give the new member or existing members time to adapt.

Heimild: http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Wilhelm Emilsson, 14.1.2014 kl. 20:19

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Útgáfa ESB á aðildarferlinu hefur margoft komið fram,mjög líklega mörghundruð sinnum minnt á hana hér. Er ekki Samfylkingin uppiskroppa með uppspuna,? Frægastur er pakkinn, en áræða ekki að ljúga meiru upp á Esb.,nú skal ljúga og laga til um hvað stjórnarsáttmálinn fjallaði,þótt standi skýrt og skorinort.P.S. Þetta vissir þú Rafn? Við hvern á að semja þar um.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2014 kl. 21:03

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha það er stundum tæplega annað hægt en brosa að hinum andsinnuðu. Í þessu tilfelli hefur þetta nú verið rætt áður og Andsinnar farið snautlega útúr þeim umræðum. Samt halda hinir andsinnuðu bara áfram að hamra propagandað inní höfuð vesalings innbyggja og lemja álíka ótt og títt og göbbels á sínum tíma. Sennilega að vinna fyrir kaupinu sínu frá LÍÚ og öðrum sérhagsmuna- og Elítuklíkum. Alveg væri vert að vita hve mikið þessi áróður kostar eiginlega.

Að öðru leiti er ekki minnst einu orði á ,,aðlögun" í tilvitnuðum texta. Aðeins bent á að aðildarumræður snúast auðvitað um ESB reglur. ESB laga og regluverk og hvernig viðkomandi ríki eru í stakk búin til að framfylgja þeim. Sem vonlegt er. Tæplega gætu aðildarviðræður við ESB snúist um laga og regluverk í Kína, býst eg við.

Málflutningur Andsinna hér uppi er í raun skammarlegur fyrir Ísland. Málflutningur (Propaganda) Andsinnar er aumur, ófróður samt ófrómur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2014 kl. 22:32

7 Smámynd: Jón Ragnarsson

" Aðlögun felur í sér að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk ESB á meðan á ferlinu stendur. "

Gott. Við þurfum betri lög og reglur hérna.

Jón Ragnarsson, 15.1.2014 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband