Sjúkrahús svelt, uppsagnir í skólum - en samt skuldaleiðrétting

Ekki eru til peningar að reka sjúkrahús heldur ekki skóla. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs á samt peninga til að borga milljarða til óreiðufólks sem fjármagnaði neyslu með fasteignalánum.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að nú sé komið að ,,heimilunum". En það eru óvart ekki heimilin sem fá skuldaleiðréttingu vegna þess að ekkert heimili er með kennitölu og bankareikning. Einstaklingar munu fá skuldaleiðréttingu en ekki ,,heimili." Og þeir einstaklingar sem skulduðu mest fá hæstu endurgreiðsluna.

Eftir því sem óreiðufólkið tók hærri lán í útrásinni til að fjármagna lífsstíl sem það hafði ekki efni á því meira fær það endurgreitt frá ríkinu sex árum eftir hrun. Þetta er einfaldlega niðurgreiðsla á ósjálfbærum lífstíl.

Skuldleiðréttingarmálið verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks dýrkeypt vegna þess að í grundvallaratriðum er málið vanhugsað. Málið varð til sem ódýr kosningabrella og hvorki sérfræðinefndir né almannatengslaherferð breytir því.


mbl.is Loka fjölmiðladeildinni í Flensborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég ætla að benda þér aftur á að skoða hið raunverulega sukk, Páll. Að skoða hvernig á því standi að eigendur nokkurra fyrirtækja gátu fengið niðurfelldar skuldir upp á þúsundir milljarða króna.

Lausn vanda heimilanna mun ekki setja þjóðarskútuna í strand og sú lausn getur heldur ekki greitt fé til heilbrigðiskerfisins, einfaldlega vegna þess að í þeirri lausn finnst lítið handbært fé. Að stæðstum hluta er þar um bókhaldslega leiðréttingu að ræða.

Annars bendi ég þér á að lesa athugasemd mína við síðasta blogg þitt.

Það er leitt hversu lokaður þú ert fyrir þessum vanda. Ef ég vissi ekki betur teldi ég þig handbendi fjármagnsaflanna, en þar sem skrif þín á öðrum sviðum sanna að svo sé ekki, hlýtur þetta að vera meinloka hjá þér.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2013 kl. 09:03

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það nægir til að ríkisstjórnin verður að segja af sér undireins að flokkarnir sem að henni standa skuli hafa hagað sér á svo óábyrgan hátt allt síðasta kjörtímabil og trylltust svo í óábyrglegheitunum í kosningabaráttunni.

Burt með ykkur framsjallar! Algjörlega vanhæfir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2013 kl. 09:53

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Hún er auðvitað makalaus sú firring sem þú Páll Vilhjálsson og annað samfylkingarfólk, hefur alið á núna árum saman, að sú hækkun höfulstóls verðtryggðra lána, sem varð vegna þess að styrktaraðilar flokksins þíns tæmdu landið af gjaldeyri, og nú er m.a. orðin að ímynduðu eiginfé í bönkum sem voru afhentir hrægammasjóðum, verði að eign ríkisins sem það geti ráðstafað eins og því sýnist ef það tekst að koma í veg fyrir að hrægammar fari með andvirði höfuðstólshækkunnarinnarúr landi í formi skuldsetts gjaldeyrisvaraforða.

Í þessu samhengi er vert að muna að þessi hækkun á höfuðstól verðtryggðra lána hefur ekki verið greidd heldur aðeins færð til bókar. Og hluti af þessari hækkun verður aldrei nokkurn tímann greiddur einfaldlega vegna þess að það á eftir að bjóða upp nokkur þúsund eignir (fyrir utan þær 5000 sem búið er að bjóða upp) áður en þessum farsa lýkur ef ekki verður farið í að vinda ofan af skuldavandanum eigi síðar en strax.

Ef þú hefðir raunverulegan áhuga á að koma skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu til aðstoðar Páll, þá myndir þú leggja allt afl þitt í að tryggja að þínum flokksfélögum í samfylkingunni takist ekki að gera snjóhengjuna að skuld íslenskra skattgreiðenda. Til þess heyrir að krónueignir erlendra kröfuhafa, m.a. eignarhlutir í bönkum, verði ekki greiddar út í gjaldeyri svo þær eignir megi í framhaldinu nota til þess að færa niður verðtryggð lán m.a. hjá ÍBLS. Það þarf að gera hvort eð er einfaldlega vegna þess að umtalsverður hluti af lánasafni ÍBLS er norðan megin við 100% veðsetningarhlutfall sem er kallað rusl á tungumáli sem allir ættu að skilja.  Ef kröfuhafar greiða ekki fyrir þessa leiðréttingu sem verður að eiga sér stað þá þarft þú að gera það sem skattgreiðandi í þessu landi.

Sú staðreynd að þú hefur eytt dálkfermetrum af blogginu þínu undanfarna daga í að sá í akur óvina þjóðarinnar, segir mér hins vegar að þér sé í raun skítsama um afdrif velferðarkerfisins.

Benedikt Helgason, 21.11.2013 kl. 11:17

4 Smámynd: Baldinn

Benedikt.   Páll fór í fílu við Samfylkinguna fyrir mörgum árum og getur varla talist til liðsmanna þar.  Þetta mundir þú vita ef þú nenntir að lesa annað en bullið í Hádeigismóum.  ´Eg ætla hér að taka eina setningu frá þér

" sem varð vegna þess að styrktaraðilar flokksins þíns tæmdu landið af gjaldeyri".

Þetta voru semsagt eintómir Samfylkingamenn sem tæmdu landið af gjaldeyri.   Svona skrifa eingöngu þeir sem trúa öllu sem Mogginn segir.


Baldinn, 21.11.2013 kl. 14:55

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar Heiðarsson er með þetta! Mjög margir hafa lesið athugasemd hans við færslunni á undan “Eignafólkið fær mest í niðurfellingu” ,sem er rangt og það sýnir hann fram á.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2013 kl. 18:16

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Ja hérna Baldinn.  Og ég sem hélt að ég væri kominn inn á heimasíðu samfylkingarinnar þegar ég las þennan pistil frá Páli. En hvað á maður að halda?  Ef það kjagar eins og önd og kvakar eins og önd, þá er það líklega önd er það ekki? 

Benedikt Helgason, 21.11.2013 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband