Fólk býst við Landsbankagjöf

Rétt eins og starfsfólk Landsbankans fékk gjafir frá einni og hálfri milljón og upp úr gerir almenningur ráð fyrir að fá í sinn hlut peninga án þess að vinna fyrir þeim.

Og af því að sumir geta ekki beðið, kannski vegna þess að þeir lásu útlistanir Össurar Skarphéðinssonar og félaga á kosningaloforðum Framsóknarflokksins, þá er þegar farið að taka lán fyrir væntanlegum peningagjöfum.

Ef ekki fást gefins peningar verður að sækja þá með hávaða og látum í gegnum kauphækkanir. Til að mynda sér vígstöðu þarf ríkisstjórnin að gera meira en hóta niðurskurði. Hún þarf að vinda ofan af Landsbankagjöfinni.


mbl.is Skuldir heimilanna aukast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Auðvitað reiknar fólk með því að fá þessa peninga. Þessi ríkisstjórn var einfaldlega kosin útá þetta loforð. Þó það sé engin innistæða fyrir þessu brjálaða kosningaloforði þá er heldur ekki hægt að svíkja það, það er bara þannig. Ef framsóknarflokkurinn vogar sér að gera það þá verður honum kastað á bál. Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu líka búinn að flækja sig í þetta loforð enda skrifaði hann líka uppá stjórnarsáttmálann.

Óskar, 24.7.2013 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessa hækkun má rekja í heild sinni til þess að lánin eru öll verðtryggð og hefðu því hækkað milli ára jafnvel þó ekki einn einasti maður hefði tekið nýtt lán.

Hvaða gjöf eruð þið annars að tala um? Það er enginn að fara að fá neitt gefins, og leiðrétting á skuldum er ekki "peningur". Hættið svo að ljúga upp á menn loforðum eða meintri stefnu.

Ef einhver fær gjöf frá almenningi eru það bankarnir sem fengu helming eigna sinna gefins, eftir að vera búnir að ræna almenning, og þeir eru enn að ræna almenning!

Hvernig væri nú að fólk hér myndi hætta að fjalla um einhver gerviveruleika og fara að tala um hlutina eins og þeir raunverulega eru.

Óskar, það er mjög mikilvægt svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum þegar það gerist ekki, að þú áttir þig á því að framsóknarflokkurinn hefur ekki lofað þér eða neinum öðrum heimsendum peningaseðlum, ekki einu sinni ávísunum.

Það er líka mjög mikilvægt að þú áttir þig á því að þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lofað, með því fororði að strax á eftir verður þér sendur reikningurinn fyrir öllu sem þú fékkst "gefins" og miklu meiru til. Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að lofa, en þetta er hinsvegar hvergi að finna í stefnu framsóknar.

Hættið að ljúga upp á fólk og flokka, nóg er af staðreyndum til að fjalla um. Til dæmis sú að Sjálfstæðisflokknum er skítsama um ykkur!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2013 kl. 13:08

3 Smámynd: Óskar

Guðmundur er ekki allt í lagi með þig ? Varst þú erlendis eða jafnvel á tunglinu í kosningabaráttunni ?  Framsóknarflokkurinn LOFAÐI AÐ LÆKKA HÖÐFUÐSTÓL Á HÚSNÆÐISSKULDUM OG ÞAÐ STRAX!  Hvaða form er á loforðinu skiptir í sjálfu sér engu, breytir engu hvort þú færð upphæðína inná bankareikninginn eða höfuðstóllinn sé lækkaður, þetta VAR LOFORÐ UM PENINGA og það er ekkert flókið.  Reyndu ekki að skera flokkinn þinn niður úr snörunni með svona aulalegum útúrsnúningi.

Óskar, 24.7.2013 kl. 13:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta bendir til að þeir framsóknarmenn hafi þegar hækkað skuldir heimilanna. Það passar. Þeir lofuðu að lækka þær strax.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2013 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband