Brussel sett í bið, norðurslóðir í forgang

ESB-umsóknin verður sett ofan í skúffu og ekki tekin upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem tæplega verður á þessu kjörtímabili. Norðurslóðir verða í forgangi hjá nýjum utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni.

Ný ríkisstjórn tekur á ESB-umsókn Samfylkingar af festu en fullkominni yfirvegun. Tekin verður saman skýrsla um þá vinnu sem þegar er unnin í umsókninni og lagt fram nýtt stöðumat á Evrópusambandinu.

Gunnar Bragi er með allar forsendur til að ná fullvalda niðurstöðu í ESB-málinu.


mbl.is Engar yfirlýsingar um ESB-atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spurning hvort Sigmundur ætli að rekja umsóknina upp eins og prjónaða flík,ætli að nota garnið úr henni í annað. Það tók Össur ekki langan tíma að fitja upp,þar byrjaðu fyrstu mistökin. Prjónaskapurinn er hroðalegur,lykkjuföll út um allt og ýmist laflaust eða herpt að. Við (mótmælendur) getum ekki unað því að þessi umsókn um inngöngu í ESB,verði ekki dregin til baka eins og stofnað var til hennar. Þar sem gleðin yfir nýrri ríkisstjórn og trú á henni vegur mikið á ánægjustuðlinum,er ég róleg meðan flokkarnir vinda sér í sín aðkallandi mál sem snýr að fjölskyldunum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband