Árni Páll þarf að gefa Jóhönnu á kjaftinn

Trúverðugleiki Samfylkingar eftir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn 2007 til 2009 jókst við að samfylkingarfólk níddi skóinn af samstarfsflokknum. Sjálfstæðismenn svöruðu ekki í sömu mynt og guldu afhroð.

Til að Samfylkingin undir forystu Árna Páls fái hljómgrunn meðal kjósenda þarf hann að koma fram við sitjandi ríkisstjórn eins og hann væri í stjórnarandstöðu.

Árni Páll þarf að hamast á ríkisstjórninni, sérstaklega forsætisráðherra, fyrir að vera liðónýt. Það er í samræmi við fyrsta lögmál stjórnmálanna: kenndu alltaf öðrum um.


mbl.is Þröng staða Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei hann getur ekki sagt þetta. Hann lofaði nefnilega að segja satt. Að segja að núverandi ríkisstjórn og Jóhanna hafi verið liðónýt ereinfalega ekki satt.

Sigurður M Grétarsson, 5.2.2013 kl. 11:24

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Árni þarf vissulega að mynda bil milli stjórnarhátta Jójhönnu og færa sig lengra inn á miðjuna eftir atkvæðum (enda lítið af þeim að hafa í öfga-vinstri).

Ef að Árni ætlar sér að verða leiðtogi þarf hann að "launa Jóhönnu greiðann" og ýta henni til hliðar og taka við forsætisráðuneytinu sjálfur og það eki seinna en strax.

Hver dagur sem líðuyr með Árna úti í horni kostar flokkinn atkvæði enda heldur Jóhanna áfram sundrungarstefnunni með "bensínið í botni" þangað til einhver sér að hún er óhæf til "aksturs".

Óskar Guðmundsson, 5.2.2013 kl. 13:42

3 Smámynd: rhansen

þetta er svo innilega Jóhönnu likt ..hún er i fýlu af þvi að ÁP varð formaður ,hún vildi Guðbjart ! Og nú skal hún ráða svo lengi sem henni er sætt !    ............alltaf svo samvinnuþyð ...hvað sem það kostar skitt með það !

rhansen, 5.2.2013 kl. 14:04

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En varðandi hitt atriðið Páll. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í kosningunum 2009 vegna þess að hann hafði leitt þjóðina fram af hengibrún efnahagslega en ekki vegna þess að vð Samfylkingarmenn vorum slæmir við þá. Þær ákverðanir sem leiddu til hrunsins voru teknar fyrir árið 2006 samkvæmt rannseóknarskýrslu Alþingis og því er hruinið fyrst og fremst afleiðing af stórnarstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðifslokks og Framsóknarflokks sem sat á árunum 1995 til 2007. Samfylkingin kom ekki inn í ríkisstjórn fyrr en árið 2007.

Það afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn galt í kosningumun 2009 var því verðskuldað en því miður virðist í skoðanakönnunum sem íslenskir kjósendur hafi algert gullfiskaminni. Vonandi hressist minni þeirra fyrir kosningar.

Sigurður M Grétarsson, 5.2.2013 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband