Líkt og ólíkt með Íslandi og ESB

Ísland er með gott kerfi sem mætir efnahagssveiflum og jafnar þær út. Fullveldið og sjálfstæður gjaldmiðill eru grunnstoðir endurreisnar Íslands. Við horfum fram á hagvöxt og lágt atvinnuleysi. Á hinn bóginn er íslenska stjórnmálastéttin ónýt.

Í Evrópusambandinu, einkum hjá evru-ríkjunum 17, er kerfið ónýtt; það magnar upp sveiflur og viðheldur þeim. Í nýrri skýrslu Citigroup undir forystu Willem Buiter, sem er heimsþekktur hagfræðingur og ESB-sinni í ofanálag, er algert efnahagslegt svartnætti framundan hjá ríkjum Evrópusambandsins á meðan Bandaríkin og Asía eru í ágætum málum.

Evru-samstarfið liðast í sundur, segir í skýrslunni, þar sem Grikklandi er spáð útgöngu árið 2014. Hagvöxtur verður ýmist enginn eða neikvæður og atvinnuleysi verulegt og varanlegt. Stjórnmálastéttin í Evrópusambandinu, sem leitt hefur álfuna í þetta öngstræti, er vitanlega liðónýt.

Þá er það milljón króna spurningin: Hvað er að fólkinu sem vill fórna íslenska kerfinu fyrir ESB-kerfið þegar reynslan beinlínis öskrar framan í okkur að Brusselstjórnsýslan leiðir efnahagslegar hörmungar yfir lönd og lýð?


mbl.is Kynnir greiningu á íslensku efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1256245/

Jón Þórhallsson, 4.12.2012 kl. 14:32

2 identicon

Lægri vextir koma ekki sjálfkrafa við inngöngu í ESB Jón. Þú myndir kannski vilja útskýra á kostnað hvers lægri vextir myndu bjóðast við inngöngu í ESB.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:00

3 identicon

Sæll.

Þú slærð nánast alltaf vindhögg með þessum efnahagslegu greiningum þínum en er þeim mun naskari í stjórnmálagreiningum.

Ætli Buiter viti hverjar eru heildarskuldir USA? Það efa ég enda hef ég enga trú á að hann nenni að bera sig eftir þeim né hafi á því rænu. Þessir 16 trilljaðar dollara eru ekki toppurinn á ísjakanum. USA eru gjaldþrota og stefna Obama flýtir bara fyrir hinu óumflýjanlega.

Þegar meðalatvinnuleysi innan ESB er 11% segir það ákveðna sögu. Skuldir margra ESB ríkja eru líka mjög miklar, líka þær sem ekki koma fram opinberlega, og þegar evran loksins hrynur mun atvinnuleysi innan þeirra evruríkja sem hafa það fínt núna aukast. Við munum sjá nokkur ríki verða gjaldþrota á næstu árum, þetta mun byrja í Evrópu en síðan færast vestur um haf. Fjarfestar gera sér því miður ekki grein fyrir vandanum en þegar þeir loks kveikja mun þeir kippa hratt að sér höndum og vandinn breiðast hratt út. Heldur einhver að Grikkir og fleiri þjóðir geti borgað allar sínar skuldir til baka þegar nánast engin verðmætasköpun á sér stað þar?

Er annars einhver sem tekur mark á atvinnuleysistölum hér? Er einhver sem tekur mark á hagvaxtartölum hér? Er um auðugan garð að gresja varðandi laus störf? Er verið að laða fjárfesta hingað sem skapa störf? Hvað hafa margir flúið land og eru því ekki inni í þessum tölum? Hve margir eiga orðið ekkert í sínu húsnæði og eru í reynd þrælar? Hvernig hefur LV tekist að selja orku í tíð HA? Hve margir munu detta út af atvinnuleysisskrá á næstunni og lenda í faðmi sveitarfélaganna? HA hjá LV er bara í því að reisa skýjaborgir og honum þarf að sparka, helst í gær og helst fleiri aðilum hjá LV.

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband