Stjórnleysi á alþingi

Á alþingi ríkir stjórnleysi þar sem þingmenn ríkisstjórnarinnar ýmist lýsa frati á þingstörf með mótmælaspjöldum eða setja undirstöðuatvinnuvegi í uppnám. Í ofanálag ætlar ríkisstjórnin að kaupa sér kosningar með ótæpilegum útgjöldum til atkvæðavænna málaflokka.

Hér þarf stjórnarandstaðan að kom skikk á málin og koma í veg fyrir að alþingi samþykki lög sem innistæða er ekki fyrir.

Vitanlega á að nota hverja krónu sem fellur til í það að lækka skuldir ríkissjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur vinna þjóðþrifaverk með því koma í veg fyrir sukk stjórnleysingjanna á alþingi.


mbl.is Sala eigna gangi upp í skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin á móti góðum barnabótum. En það eru bara heimskir og samviskulausir pólitíkusar sem auka þær og senda svo reikningin til barnanna seinna eins og þetta ömurlega stjórnarlið er að gera.

Ömurlegt skítapakk.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 19:10

2 identicon

Aumingja börnin okkar - að ekki sé talað um barnabörnin !

 Þeirra allra bíða ókljúfandi skuldafjöll.

 Fyrir daga " skjaldborgarstjórnarinnar" þessarar fyrstu 100% vinstri stjórnar lýðveldisins,voru skuldir ríkiskassans  um það bil að þurkast út !

 Nú skal eytt og eytt - í allt og ekki neitt , - það á jú ð kjósa í vor !

 Skuldir þjóðarbúsins í dag ??

 Spyrjum Jóhönnu & Steingrím !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 21:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún er alltaf jafn fyrir séð Jóhönnustjórn.Þessu spáðu góðir bloggarar hér fyrir meiru en ári,nammibar rétt fyrir jólin á seinasta kjörtímabili þeirrar nornæru>(Þetta er ekki stafsetninga villa). Þjóðin er stillt og löghlíðin,en gerir það sem hún getur til að forða barnungu fólki frá að gangast upp í blíðuhótum þeirra. Ísland er ekki til sölu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2012 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband