Krónan og kreppa fullveldisins

Krónan er fullveldistákn enda þekkist ekki að sjálfstæðar þjóðir leggi niður gjaldmiðil sinn, segir í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, nema þær séu sundurtættar vegna ófriðar eða annarra hamfara. Samfylkingin herjar á krónuna vegna þess að hún stendur vel til höggs.

Krónan fellur hér en á Írlandi, sem lenti í bankakreppu um sama leyti og við, hélt gjaldmiðillinn verðigildi sínu en atvinnustigið féll. Gjaldmiðill sem fær yfir sig ágjöfina og lagar sig að gjörbreyttum aðstæðum er auðveldur skotspónn.

Evran hélt verðgildi sínu bæði á Írlandi og Grikklandi en samfélögin þar sökkva í efnahagslega kreppu sem er bæði dýpri og lengri en sú íslenska. Án krónunnar hefðum við ekki fengið viðspyrnu frá botninum.

Eftir að Samfylkingin þvingaði í gegnum alþingi aðildarumsókn að Evrópusambandinu kortéri eftir hrun og án umboðs frá þjóðinni varð hér fullveldiskreppa. Hluti af ríkisvaldinu, ráðuneytin sem Samfylkingin ræður yfir, stefnir að ESB-aðild á meðan annar hluti ríkisvaldsins, ráðuneyti VG, ýmist halda sér til hlés eða vinna gegn ferlinu.

Allir stjórnmálalfokkar á alþingi, að frátaldri Samfylkingu, eru með það á stefnuskrá sinni að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Engu að síður er Ísland með standandi umsókn um aðild að ESB.

Eftir að umræðan á Íslandi og reynslan í Evrópusambandinu leiðir í ljós að við höfum ekkert þangað að sækja eiga ESB-sinnar það eina vopn eftir að hallmæla krónunni. Til að halda lífi í ESB-umsókninni verður að berja á krónunni. 

Fullveldiskreppan leysist ekki fyrr en umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður afturkölluð. Eftir það verður umræðan um krónuna raunsærri.

 


mbl.is Í lagi að tala um viðkvæma stöðu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Íslandi er engin fullveldiskreppa.  Á Íslandi er umræðukreppa.  Hún fellst í því að ekki er hægt að ræða málefni yfirvegað.

Stefán (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 06:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að hér sé fyrst og fremst stjórnmálakreppa.  Undir hana fellur svo umræðukreppan og fullveldiskreppan.  Og allt er þetta í boði Samfylkingar sem valdi að vera í stríði við þjóðina meðan VG valdi að vera áfram í stríði við Sjálfstæðisflokksins. En svona velur hver sinn bardaga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.3.2012 kl. 07:41

3 identicon

Þegar þú vísar í "skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins" þá gefur þú í skyn að þetta sé skoðun stofnunarinnar en á blaðsíðu 1 stendur feitletrað:

"This paper should not be reported as representing the views of the IMF. The views expressed in this paper are those of the author and do not necessarily represent those of the IMF or IMF policy. Working papers describe research in progress by the author and are published to elicit comments and to further debate."

Ég veit að þetta er nú bara bloggsíða en ef þú vilt vera marktækur þá þarftu aðeins að vanda þig. Þú mættir jafnvel benda á það, hvar í skýrslunni þessi fullyrðing er sett fram. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 10:56

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ef það á að hafa krónuna áfram Páll þér verður að virða 100% þessi fjármálaákvæði stjórnarskrár:

  • 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
  • 41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
  • 42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. ... 1) 1)L. 56/1991, 12. gr
  • Auk þess þarf bæta við´þessi fjármálaákvæði:

    • Ríkissjóði verði takmarkað verulega leiga húsnæði  - nema þá  til skemmri tíma - og skuldbindingin skuli þá færð til skuldar í efnahagsreikningi ríkissjóðs.
    • Skuldir ríkissjóðs verði takmarkaðar við hármark  50% af þjóðarframleiðslu.
    • Gefin 10 ára aðlögun til að lækka skuldir íkissjóðs niður í þessi 50%.

    Ef þetta verður sett í stjórnarskrá - og bönkum stranglega bannað að veðsetja hvers kyns "afleiður og viðskiptavild"

    Þá skal ég taka til endurskoðunar með að við verðum að taka upp aðra mynt.

Kristinn Pétursson, 14.3.2012 kl. 13:59

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður stöðugt erfiðara fyrir Samfylkingar-stjórnina að finna leið út úr gjörtapaðri stöðu. Fleiri og fleiri sjá,skilja og sannfærast,eftir sjónarspilið í Þjóðmenningarhúsinu.Svik,skærur og kærur,skila þeim aðeins vantrausti.Þau eiga nú bara einn skotspón eftir, fullveldistákn íslensku þjóðarinnar. Þessi barátta stjórnarinnar að troða okkur með öllum ráðum í ESB.,vitandi að fyrir þjóðina er það enginn ávinningur,er í hæsta máta stórundarleg,óskiljanlet,,,ég á ekki krónu.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2012 kl. 14:19

6 identicon

Þjóðin samþykkir aldrei að fara inní Evrópusambandið, til þess er hún (yfir höfuð) of gáfuð.  Við höfum EKKERt þarna inn að gera og að hlusta á landráðamanninn Össur bulla og ljúga að þjóðinni er ógeðfellt svo ekki sé minna sagt.  Við erum sterk, með réttri stjórn (ekki þessu rusli sem er nú) þá rís þjóðin upp enda öll færi fyrir hendi.

Baldur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband