ESB-sinnar á flótta

Jóhanna Sig. brýnir ,,stóreyg" flokkssystkini sín að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samfylkingardeildin í Sjálfstæðisflokknum er aftur á hröðu undanhaldi í ESB-málum. Þorsteinn Pálsson leggur til þjóðaratkvæði um framhald á aðildarviðræðum í pistli sínum í Baugstíðindum.

Þorgerður Katrín vill líka þjóðaratkvæði um ESB-málið til að kaupa sér framhaldslíf í pólitík. Þorgerði Katrinu munar ekki um að falsa niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins til að rökstyðja mál sitt,- Björn Bjarnason leiðréttir þingmanninn.

Samfylkingin einangrast æ meira í Evrópusambandsmálinu - enda með dauðan málstað í höndunum.


mbl.is Flokksstjórnarfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn fer alltaf verr og verr um mann þegar Jóhanna stendur upp og eggjar áfram vinstri menn í byltingardraumum sínum um sósíalista-Ísland. Ef ekki fer að koma að kosningum bráðlega er engin leið önnur en alvöru bylting til að koma þessum vinstrimönnum frá völdum, gæti maður haldið, svei mér þá!

Ásgeir (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 11:02

2 identicon

Vinstri menn verja hægri menn en óflokksbundnir eru úti í kuldanum. Jóhanna ver Geir en Gunnar Andersen er látinn fara. Að Hreyfingin rembist við að verja þessa stjórn falli er brandari út af fyrir sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 11:24

3 identicon

Páll,

Eins og þú skrifar oft góða og hnitmiðaða pistla þá vildi ég óska að þú hættir að tala um Baugsmiðla, Baugstíðindi og þar fram eftir götunum. „Höfundur er blaðamaður. Ekki-Baugsmiðill.“ Baugur er farinn á hausinn og ekki til lengur nema hjá skiptastjóra og nafnið Baugur er í eigu Kjartans Gunnarssonar.

Er þetta ekki komið ágætt? Með því að uppnefna allt sem áður tengdist Baugi finnst mér þú gera lítið úr þínum góðu skrifum. Þetta er farið að hljóma eins og biluð plata og virkar eins og þráhyggja.

Haltu endilega áfram að skrifa góða pistla en endilega slepptu því að uppnefna fólk og fyrirtæki. ;-)

kv. E

Elías (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband