Jóhanna hótar Vinstri grænum kosningum

Einangrun Samfylkingar í íslenskum stjórnmálum er orðin flokksforystunni óbærileg. ESB-umsóknin og brennandi evruland grefur jafnt og þétt undan flokknum; landakaupamál kínverska auðmannsins undirstrikaði að Samfylkingin er hornkerling.

Jóhanna Sig. lætur sverfa til stáls í kvótamálum strax í dag vegna þess að Vinstri grænir þola jafnvel verr en Samfylking kosningar í vetur eða vor. 16-júlí svikin eru enn í fersku minni og kauðar eins og Björn Valur og Árni Þór fá ekki kosningu á meðan ófennt er í þau spor.

Krókur á móti bragði Jóhönnu er að Vinstri grænir slátri ESB-umsókninni á meðan þeir eru enn í ríkisstjórn. Samfylkingin á ekki í önnur hús að venda með stuðning við Brussel-helförina þar sem bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru andvígir aðild.

Ríkisstjórnin er skotskífa og götin i fylgi stjórnarflokkanna stækka stöðugt.


mbl.is Þetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allir á móti öllum. Ríkisstjórni í bullandi stjórnarandstöðu.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2011 kl. 13:18

2 identicon

Tröllin Steinhönnu og Jógrím er loksins að daga uppi

Almenningur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 13:24

3 Smámynd: Benedikta E

Frekjukastið villir Jóhönnu sýn - hún heldur þó ekki að Samfylkingin fari betur út úr kosningum en Vg. glætan - báðir stjórnarflokkarnir eru á kosninga-bömmer.

Benedikta E, 27.11.2011 kl. 13:58

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta lið er allt komið fram yfir síðasta söludag

Halldór Jónsson, 27.11.2011 kl. 14:22

5 Smámynd: Elle_

Þetta er farið er vera voða spennandi.

Elle_, 27.11.2011 kl. 14:46

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er að lygna á stjórnarheimilinu. Steingrímur ætlar að sitja áfram og fellur því frá kolefnisskattinum og Samfylkingin fær fiskveiðist.fumvarpið og íslenskufræðing í kaupbæti. Mál Ögmundar er gleymt og grafið.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2011 kl. 14:59

7 identicon

Heill og sæll Páll; líka sem og, þið aðrir gestir hans, hér á síðu !

Páll - Ragnhildur - Almenningur - Borghildur (Benedikta E,) - Halldór og Elle !

Fagnið ekki; of snemma, gott fólk.

Þó svo; tækist að fá illræðis ræksnin, Jóhönnu og Steingrím, frá völdum, er ekki nema 1/2 sigur unninn.

Við verðum; að fá dugandi fólk utan úr atvinnulífinu, til þess að taka við.

VIÐRININ; Slepju- Bjarni, og Sigmundur Davíð, mega ALDREI koma í stað þeirra JS og SJS. Þar; væri farið, úr ÖSKUNNI í ELDINN, sannarlega.

Það á ekki að vera; eitthvert Náttúrulögmál hér - að ræksni taki við, af ræksnum, sí og æ !

Gefum; hvítflibbum og blúndurkerlingum ónýts stjórnarfars, 1000 ára fríið, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 15:32

8 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta pakk er búið að drulla upp á bak. Ef Jóhanna er svo illa læs á íslensk stjórnmál að hún haldi að Samspillinginn muni ríða feitum hesti frá kosningum, þá er hennar tími kominn.

En ég efast ekki um það eitt augnablik að þetta er hefndaraðgerð af hálfu Samspillingarinnar út af úrskurði Ögmundar á föstudaginn. Þetta er íslandi í dag.

Dexter Morgan, 27.11.2011 kl. 15:37

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir sem þekkja Jón Bjarnason vita að þar fer góður sveitadrengur og sauðmeinlaus enda var hann settur yfir landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðuneytið.

Ríkisstjórnin hafði náð kosningu með því að lofa að breyting yrði gerð á sjávarútvegsmálum, kvótann átti að afnema á 20 árum og afnema veðsetningar á óveiddum fiski. Þessu var ekki hægt að ná fram þannig að allir yrðu sáttir.

Nú hefur viðsjálverður ráðgjafi Jóns platað hann til þess að fresta öllum breytingum þar til hann verður níræður. Þetta er ekki fallega gert, hvorki gagnvart Jóni né þjóðinni.

Sigurður Þórðarson, 27.11.2011 kl. 15:48

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég held ég hef aldrei lesið neitt blogg frá þér án þess að þú nefnir ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.11.2011 kl. 15:55

11 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Sleggju / Hvellir !

Enda; tilefnin ærin, gagnvart því glæpa- og hryðjuverka bandalagi, piltar.

Enhverjir; fremstu auðlinda og arðræningjar, gjörvallrar Veraldar - og er þó, af nægu að taka, svo sem.

Með; sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 16:18

12 identicon

Ha ha ha ha.... Baugshvellurinn vælir undan því að það er fjallað um ESB þegar allt er komið í brók... Minnist ekki að hafað séð stafkrók úr þeirri deildinni frekar en öðrun bloggurum sem ganga erinda ESB á launum eða launalaust sem hafa fjallað um eitthvað annað en ESB og halelúja fyrir því... 

Sammála Óskari Helga að ekki erum við búin að sjá endalok þessarar stjórnarhörmungar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 16:39

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

erum við ekki að tala um kvótafrumvarp jón bjarna?

óþarfi að blanda ESB í það.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.11.2011 kl. 17:23

14 identicon

Sæl; á ný !

Sleggju / Hvellir !

Eruð þið nú hættir, að taka eftir því, sem frá ykkur sjálfum fer, út á vefja brautir, piltungar ?

Reyndar; hygg ég ykkur standa nær, þeim Barrosó og Rumpuy, heldur en samlöndum ykkar, yfirleitt - svona, huglægt.

Guðmundur 2. Gunnarsson !

Þakka þér fyrir; liðveizlu knáa, ágæti drengur. 

Hinar sömu kveðjur - sem áður / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 17:28

15 identicon

ESB "helförin" eins og þú orðar það, verður grafskrift þessarar ríkisstjórnar! 

 Hugsa sér að Vinstri-Grænir höfðu einstakt tækifæri að reka hugsjónakross sinn (hamarinn og sigðina?)í hjarta frjálshyggjuvampírunnar sem lá vönkuð við fætur þeirra - en skorti kjark!

Kanski trúðu þeir ekki svona innst inni á eigin hugsjónir? (a.m.k. ekki formaðurinn).

Kanski þrífast öfgar í eina átt ekki nema til séu aðrar í hina!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 17:33

16 identicon

Þið Bjarni Gunnlaugur og Óskar Helgi eru í skemmtilegra lagi þykir mér.

Að vísu er ég frjálshyggjuvampíra hin besta sem þríftst vel í snjó og myrkri, en þið eruð ágætir!  :)

Sleggjan hefur víst of oft fengið hamarin í hausinn.  Og ekki hjálpar nú ástandið í ESB.  Ekki veit ég hvort það er sem betur fer eða því miður.  Því miður fyrir 500 milljónir manna í skemmri tíma, en mikil landhreinsun verður það fyrir þetta fólk að losna við Brusselbáknið af bakinu.  

En þær blóðsugur bíta sig fast.  Ætli til og með IMF verði tæmt í óráð Evrunnar.  Kæmi ekki á óvart að elítuóværan evrópska beiti öllum vopnum.

Hún er eins og Jóhanna.  Óttast kosningar og heiðarlega opna umræðu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 18:20

17 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Fyrirgefðu páll að ég misnota hér síðuna þína til að ná til Óskars Helga.

Ég er nokkuð sammála þér Óskar Helgi þegar þú segir;

"Við verðum; að fá dugandi fólk utan úr atvinnulífinu, til þess að taka við."

En hvernig í ósköpunum eigum við að fara að því?

Ljóst er að við eigum sæg af slíkum, en einmitt þessvegna dettur engum þeirra í hug að gefa kost á sér til starfa fyrir Leikhúsið við Austurvöll, hafa öðrum hnöppum að hneppa.

Sérð þú eitthvað sem ég ekki sé, nefnilega hvernig við löðum þetta dugandi fólk inn í Leikhúsið og verjum þá fyrir því að þeir taki þá flensu sem þar hefur alla tíð geysað? Einkahagsmunapólitík og einkavinavæðingu, hagsmunaklíkuskap?

Viðar Friðgeirsson, 27.11.2011 kl. 23:22

18 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

jonasgeir !

Þakka þér hrósið; okkur Bjarna Gunnlaugi til handa, þó svo ég telji, að hann verðskuldi það, fremur en ég.

Viðar Friðgeirsson !

Jú; einhver, okkar samlanda, þurfum að fara suður að Bessastöðum á Álftanesi, og gefa Ó.R. Grímssyni nokkra punkta, um það fólk, sem við kynnum að treysta.

Ég get strax; bent á Vilhjálm Birgisson, á Skipaskaga (Verkalýðsfrömuð), svo og Dofra í Suðurverki (Eysteinsson), auk annarra.

Geri ráð fyrir; að þú hefðir einhverja jafnframt, í þínum handraða.

Að sjálfsögðu; verður að gera Alþingi óvirkt, til þess að þetta mætti verða, að nokkru.

Þú getur komið inn á gestabók; minnar síðu, til frekara skrafs, kysir þú svo.

Með; fjarri því lakari kveðjum - en hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 23:56

19 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Skilji ég þig rétt ertu að tala um utanþingsstjórn þar sem við, þjóðin, kemur með tilnefningar og síðan valið úr í úrvalslið líkt og í boltanum. Gæti gengið í skamman tíma en hvað svo? Einhverntíma yrðu svo að vera frjálsar kosningar þar sem hverjir? yrðu í framboði? Slepju-Bjarni og Sigmundur Davíð ásamt Gunnarsstaðamóra og Heilagri Jóhönnu? Aftur? og með Hirðfíflið Össur Skarpa og Ömma ömurlega?

Erum við ekki einfaldlega ofurseld þeim örlögum að aðeins þeir sem hvergi fá heiðarlega vinnu bjóða sig fram til setu á Alþingi? Hvaða vit er í því að hafa manneskju eins og Jóhönnu Sig sem forsætisráðherra? Er hún fær um slikt? Ég segi nei.Hvaða vit er að hafa Jarðfræðing sem hvergi hefur fengið vinnu sem slíkur sem fjármálaráðherra. Er hann fær um slíkt. Ég segi nei. Hvernig leysum við þetta vandamál Óskar?

Viðar Friðgeirsson, 28.11.2011 kl. 00:30

20 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Viðar Friðgeirsson !

Nákvæmlega !

Einhvern veginn; fóru Súmerar - Hittítar - Assýringar - Forn- Egyptar og Aztekar, svo; aðeins fáeinir séu nefndir að, í sínum málum.

Auðvitað; þarf að spila þetta allt saman, af fingrum fram, ágæti drengur.

Svo að; Íslendingum er enginn vorkunn, fremur en öðrum, að brjóta upp úrelt þjóðskipulagið, Viðar minn.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 00:56

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jonásgeir

þú telur semsagt austur evrópu þjóðirnar vilja frekar soviet stjórnina yfir sér aftur??

ég get sagt þér eitt. Ég þekki fjölda manns í austur evrópu t.d rumeníu og búlgaríu og þeir er bara mjög sátt í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 12:15

22 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sleggju- hvellir, Það nú svo að Austur Evrópuþjóðirnar láta sér líka vel ESB samveran vegna þess að þeir voru aldir upp við Sovétið gamla. Alltaf gott að hafa einhvern fyrir ofan sig sem stjórnar. Gildir einu hvort stjórnarfarið sé gott eður ei.

Óskar Helgi- Ég er sammála þér með að fá svona menn eins og Vilhjálm Birgisson, á Skipaskaga. Verð enn meira sammála þegar nafn Dofra Eysteinssonar (Suðurverk) er nefnt enda fer þar góður maður og glöggur. Hann hefur áratugareynslu af rekstri...

En að finna aðra menn, það er öllu verra þar sem ég er ekki viss um hverjum sé treystandi umfram þá sem nefndir eru hér að ofan í athugasemd minni.

Með kveðju frá Suðurnesjum

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2011 kl. 16:04

23 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Sleggju / Hvellir !

Reynið nú; að láta ykkur segjast, með hinu kjarnyrta andsvari Kalda; ykkur til handa, piltar.

Kaldi (Ólafur Björn Ólafsson) !

Þakka þér fyrir; góðar undirtektir, minna ábendinga, þeirra Vilhjálms og Dofra.

Reyndar; hefi ég, eina 10 enn, til þess að nefna, en geri ekki, að þeim forspurðum, vitaskuld.

Með; hinum beztu kveðjum - sem áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband