16.-júlí svikari kominn upp á dekk

Björn Valur Gíslason þingflokksformaður Vinstri grænna var kjörinn á þing til að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stefnuskrá Vinstri grænna og kosningaloforð var að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Björn Valur sveik þessa stefnu 16. júlí 2009 þegar hann greiddi atkvæði með þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Í kvöldfréttum RÚV er 16. júlí-svikarinn kominn upp á dekk að hallmæla Jóni Bjarnasyni fyrir skort á samráð við þingflokk Vinstri grænna í kvótamálum.

Birni Val væri nær að leiðrétta kaldrifjuð svik við kjósendur sína áður en hann sendir Jóni Bjarna hnútur fyrir skort samráði við þingflokk þar sem helftin er Júdasarsmurð.

 


mbl.is Ekki fullbúið frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jógríma reynir allt hvað af getur að fyrirkoma ríkisstjórninni. Rassasleikir virðist ætla að  teyma hana að ætternisstapanum, og kastar hnútum í annan og heiðarlegan svein. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hótar eigin mönnum.

Almenningur (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:17

2 identicon

Björn Valur búktalaradúkka Steingríms væri best komin í sínum ESB flokki Samfylkingunni.

Jafn glaður og hann er að ganga á bak orða sinna og svíkja kjósendur færi það honum vel.  Ekta eðalkrati það á ferð.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf enga stjórnarandstöðu með þvílíka ríkisstjórn.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2011 kl. 19:28

4 identicon

Fátt kostulegra en þegar Jóhanna potar vísifingrinum út í loftið og segir skjálfandi.: ......Er stjórnarandstaðan eitthvað betri..???? 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:41

5 identicon

Annars er það auðvitað ekki sanngjarnt að kalla fólkið Samfylkingar svikahrappa.

Þetta er bara sýning fyrir alþjóð á mannlegri heimsku, stóryrðum og  forræðishyggju innblandað fláræði.  "Stakkarslegt" fólk sem trúir ekki á guð.  Það trúir á byrokratabákn sem birtist hér nálægast í Brussel.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Birni Val Gíslasyni var plantað inn á þing af L.Í.Ú. til að gæta hagsmuna þess félagsskapar.  Þar var öllu til tjaldað.  Sjallt hjá þeim af því að það var eiginleg útséð með að sjallar kæmust að í næstu ríkisstjórn, þá þurfti einhvern úr VG til að leiða málin fyrir þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband