Vinstri grænt val á milli fullveldis eða ESB-aðildar

Landsfundur Vinstri grænna verður að gera upp við sig hvort flokkurinn ætlar að vera málsvari þjóðfrelsis eða inngöngu í Evrópusambandið. Aðlögunarferlið sem hófst með naumum meirihluta alþingis 33 - 28 hefði aldrei farið af stað ef þingflokkur Vinstri grænna hefði verið trúr stefnu flokksins og umboði kjósenda.

ESB-aðild felur í sér fullveldisframsal og gengur þar með þvert gegn stofnfundarsamþykktum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Enn sem komið er hefur aðlögunarferlið ekki valdið óbætanlegu tjóni. Hægt er að bæta fyrir svikin 16. júlí 2009. Enn sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama dag og lítil og meðalstór fyrirtæki kvarta undan því að leikreglur á samkeppnismarkaði séu ekki virtar volar Björn Valur yfir framkvæmdastjóra í ónefndu fyrirtæki úti í bæ. Vinstri grænir munu þramma í Evrópusambandið og benda á þig sem ástæðu Páll.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 14:52

2 identicon

Smá leiðrétting. ESB aðlögunin hófs 1. Jan 1994.

Sjá: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993002.html

Ef ESB umsóknin verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá tekur aðlöguninn líka til þeirra kafla sem eru ekki inní EES samningnum. Hefur þú ekki kynnt þér málið?

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 16:35

3 identicon

Jónas, þetta eru tvö aðskilin mál og það veistu vel. Að blanda þessu saman bendir aðeins til sárrar málefnafæðar og vandræðagangs þar sem hangið er á hverju hálmstrái.

Einar (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband