Gjaldþrota auðmenn vilja í Evrópusambandið

Björgólfur Björgólfsson er af annarri kynslóð gjaldþrota auðmanna. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, keyrði Hafskip í gjaldþrot á síðustu öld og þeir feðgar saman Landsbankann og ýmis smærri fyrirtæki haustið 2008.

Björgólfsfeðgar eru sérfræðingar í gjaldþrotum og vilja endilega að íslenska þjóðin njóti góðs af kunnáttunni. Björgólfur yngri ráðleggur Íslendingum  í gegnum Samfylkingar-Eyjuna, nema hvað, að ganga í Evrópusambandið.

Það er aldeilis munur fyrir aðildarsinna á Íslandi að fá liðstyrk frá Björgólfum til að kaupa miða á sýningu Evrópusambandsins. Hvaða harmleikur er settur á svið í leikhúsinu í Brussel nú um stundir? Er hann nokkuð grískur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er starfsmaður hans, Vilhjálmur Þorsteinsson, ekki nógu öflugur í trúboðinu eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2011 kl. 18:24

2 identicon

Hver á Thorsgard og Heilsuverndarstöðina?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 18:34

3 identicon

Björgólfur er leppur Deutsche Bank.  Auðróninn þjónar nú herra sínum í svörtu turnunum í Frankfurt, Josef Ackermann.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband