Hernaðarbrölt ESB heldur áfram

Brussel áformar að koma upp höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaruppbyggingu Evrópusambandsins. Liður í að efla hernaðarmátt ESB er jafnframt að færa strandgæslu Evrópusambandsríkjanna undir eina yfirstjórn.

William Hague utanríkisráðherra Breta nefndi í grein um helgina hernaðaruppbygginu Evrópusambandsins sem dæmi um útþenslustefnu sambandsins.

Express segir í frétt að hernaðaruppbygging Evrópusambandsins sé enn eitt dæmið um græði Brussel í valdheimildir aðildarþjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta .... ESB - undirlægjurnar fullyrða að þar fer ekki neinn her heldur nokkurskonar ylfinga skátaklúbbur sem dunda við að hnýta hnúta og flytja skátahróp.

Eitt vill ESB fela, sem er að meirihluti ríkja þess studdi innrásina í Írak og voru í hóp "hinna viljugu þjóða".   Hverju veldur að sambandið tók ekki þátt sem heild er ekki gott að vita, en einhverra hluta vegna minnir þetta á eitthvað feluleikjastarf í reykfylltum bakherbergjum.  Baugsfylkingin fór á límingunum vegna þáttöku Íslands í innrásinni, og undarlegt að ekki minnast þeir einu orði á að hún er að reyna að koma þjóðinni inn í jafn viðurstyggilegt árásabandalag og ESB og her/herjir þess er/u.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðmundur,

verðum við ekki að fara að standa í lappirnar í veröldinni og hætta þessum mélkisulátum um að við séum svo mikið á móti vopnavaldi. Það þarf vopn í þessari veröld en ekki þetta sífellda ræflatal.

Halldór Jónsson, 18.7.2011 kl. 17:09

3 identicon

Halldór.  Það er allt önnur saga.  Er einungis að benda á hræsnina sem fylgir málflutningi ESB sinna að herinn er nánast eins og skátahópur og einungis varnarbandalag .. sem að vísu leyfist ekki að selja heimagerðar smákökur samkvæmt reglugerðum sambandsins.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband