Viðskiptaáætlun Jóns Ásgeirs: fyrst fjölmiðlar, þá pólitík og loks peningar

Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri heldur enn fjölmiðlaveldi sínu; Stöð 2, Bylgjunni og Fréttablaðinu. Nýverið tók hann yfir tímaritaútgáfu Hreins Loftssonar viðskiptafélaga síns. Þá eru þreifingar um að hann eignist DV.

Á tíma útrásar lærði Jón Ásgeir að nýta fjölmiðla sér til framdráttar. Dagskrárvald fjölmiðla er gulls ígildi í samskiptum við stjórnmálamenn sem þurfa fjölmiðla til að tryggja sér endurkjör.

Með því að vera stærsti eigandi fjölmiðla á Íslandi á Jón Ásgeir greiðan aðgang að stjórnmálamönnum. Á vettvangi stjórnmálanna eru teknar ákvarðanir sem Jón Ásgeir og aðrir viðlíka kunna að breyta í peninga.

Þjóðin þarf stjórnmálamenn sem geta komið í veg fyrir endurreisn Jóns Ásgeirs og auðmannanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stephan G skrifaði einu sinni:

Vertu aldrei vinnumaður varmennskunnar,

þó hún bjóði gull og goðorð.

Helgi (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 18:36

2 identicon

Groundhog day ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 19:34

3 identicon

Jón Ásgeir er sagð'ur hafa heitið þvi að ná öllum  yfirráðum á Islandi og sýnist ætla ná þvi marki með glans ! ...ENGIN MÓTMÆLIR .....þögn er sama og samþykki !!!!!

Ransy (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 22:40

4 identicon

Nauðsynlegt er að fram fari ítarleg rannsókn á tengslum Jóns Ásgeirs og stjórnmálamanna.

Karl (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband