Bankablóðsugur í boði Steingríms J.

Fulltrúar Arion banka sögðu á fundi nýverið að skylda þeirra gagnvart erlendum eigendum að hámarka arð bankans kæmi í veg fyrir að bankinn gæti komið til móts við kröfur lántakenda um leiðréttingar i sama mæli og t.d. Landsbankinn.

Hvort heldur að Arion og Íslandsbanki lúti öðrum starfsreglum en Landsbankinn vegna þess að tveir fyrrnefndu bankarnir eru í eigu erlendra vogunarsjóða eða hvort eignarhaldið er notað sem skálkaskjól skal ósagt. Hitt er augljóst að bankarnir græða stórfé á efnahagskerfi sem stendur því sem næst kjurrt.

Milljarðahagnaður Arion og Íslandsbanka fer beint til erlendu eigendanna vegna þess að Steingrímur J.  Sigfússon breytti um stefnu í endurreisn bankakerfisins og lét tvo endurreista banka í hendur kröfuhafa.


mbl.is Samanlagt bókfært virði banka um 200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur er bara það sem ekki er hægt að orða á kurteisislegri máta;  Viðbjóðslegur landníðingur.

Erlendir kröfuhafar inn undir hjá IMF og líklega með stolnu áhættufé grófustu útrásarsvindlaranna voru nógu valdamiklir til að valda aðdáun einræðiskommúnistans gegn einstaklingum í landinu.  ...Þá var hægt að "einkavæða" aftur!  

Fegin að ég hætti viðskiptum hjá Arajón banka á sínum tíma.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 11:30

2 identicon

Er starfsfólkið sem hundeltir einstaklinga og fyrirtæki á kaupaukakerfi?

Hvers vegna er viðskiptaráðherrann ekki spurður að því?

Karl (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 19:19

3 identicon

Þar sem þjóðfélagið er hálfdautt þá ætti frekar að kalla Steingrím J NÁRIÐIL

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband